Kurteisi borgar sig ekki í stjórnmálum

Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að yfirmáta mikil kurteysi í stjórnmálum er vandamál. Ekki bara lítið vandamál. Heldur stórkostlega mikið vandamál. Þessi yfirborðslega kurteisi hefur meðal annars verið undirliggjandi vandamál í efnahagskreppunni sem núna ríkir í heiminum. Það er allavegana mín skoðun og er það ekki vísindalega sannað. Það er þó áhugaverð staðreynd að þau tvö ríki sem hafa komist hjá efnahagskreppunni undanfarið eru þau ríki þar sem mjög svo heiðarleg skoðanaskipti eru til staðar. Þessi ríki eru Ástralía og síðan Ísrael. Í báðum þessum ríkjum eru heiðarleg skoðanaskipti stunduð. Þó meira í Ísrael en í Ástralíu, en í Ástralíu þá reka þeir bara einfaldlega viðkomandi ef hann stendur sig ekki.

Á Íslandi er dansað í kringum vandamálin og ekkert er sagt eða gert fyrr en viðkomandi vandmál er búið að eyðileggja og gleypa allt í kringum sig. Gott dæmi um þetta er Davíð Oddsson, maður sem er gjörsamlega óhæfur til þess að vera stjórnmálamaður. Reyndar er Davíð Oddsson reyndar einnig óhæfur til þess að gegna ábyrgðarstöðum af nokkru tagi. Í Ástralíu hefði Davíð Oddsson aldrei komist í svona embætti eins og á Íslandi. Hann hefði verið rekin úr flokknum sama dag og hann gekk í hann bara fyrir það eitt að vera hann sjálfur. Svo vanhæfur og óhæfur er hann. Fleiri dæmi er að finna á Íslandi. Menn eins og Halldór Ásgrímsson hefði aldrei komist áfram í stjórnmálum annarstaðar en á Íslandi. Hvorki í Ástralíu eða annarstaðar í Evrópu. Honum hefði einfaldlega verið sparkað fyrir að vera gjörspilltur maður. Hann hefði jafnvel endað í fangelsi fyrir embættisverk sín annarstaðar.

Ég hef ekki verið að skrifa mikið um íslensk stjórnmál. Vegna þess að ég hef hlotið skammir og leiðindi fyrir það að vera of grimmur. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er rétt af mér að vera svona grimmur. Vegna þess að eitthvað annað augljóslega virkar ekki og kurteisi er bara upp á punt í stjórnmálum. Hvort sem það er á Íslandi eða annarstaðar.

Ég hef einnig tekið þá ákvörðun að hætta að vera kurteis þegar það kemur að stjórnmálum. Hvort sem að það er á Íslandi eða annarstaðar. Vegna þess að kurteisi borgar sig ekki í stjórnmálum oft á tíðum. Í skjóli kurteisinar komast nefnilega óhæfir einstaklingar í valdastöður þar sem þeir ættu alls ekki að vera og valda þar skaða, tapa peningum og kosta skattgreiðendur mikla fjármuni. Ef að það er einhver lærdómur sem ég hef tekið frá efnahagskreppunni á Íslandi og annarstaðar. Þá er það þessi lærdómur.

Ég ætla samt ekki að skrifa um kosninganar núna á Íslandi. Mig langar nefnilega til þess að komast að því hversu heimskir íslendingar eru núna. Svona til þess að setja mælistiku á hugsunarhátt íslendinga eftir efnahagshrunið árið 2008. Ég mun byrja að skrifa aftur um íslensk stjórnmál aftur eftir þann 1. Maí. Þá á óvægin hátt þar sem hlutinir verða sagðir eins og þeir eru. Ef einhver fer að grenja útáf því. Þá getur hinn sami bara haldið sínu væli fyrir sjálfan sig. Kostnaðurinn vegna kurteisi í stjórnmálum er einfaldlega orðin alltof mikill á Íslandi og annarstaðar þar sem slíkt er stundað.

Fréttir BBC News um Ástralíu og Ísrael

Getting behind Israeli ‘frankness’ (BBC News)
Australia’s coup culture (BBC News)