Kvart-milljón verðbólga framsóknarflokksins

Það sem tillögur framsóknarflokksins og í raun kosningaloforð þeirra boðar er mjög einfalt. Verðbólgu og meiri verðbólgu. Svo miklli verðbólgu í reynd að verðlagið mun líklega tuttugufaldast á 8 klukkustunda fresti. Enda er framsóknarflokkurinn að tala um að setja 300 milljarða inn í hagkerfið án þess að því sé fylgt eftir með viðeigandi hagvexti og atvinnustigi á sama tíma. Þetta tvennt er alltaf tengt þessari tegund af verðbólgu. Þessi tegund verðbólgu kallast óðaverðbólga, enskt heiti er Hyperinflation.

Þetta er það sem mun gerast ef framsóknarflokkurinn fær að setja 300 milljarða af íslenskum krónum í íslenskt hagkerfi sem getur ekki stutt slíkt umframmagn af peningum. Afleiðinganar mundu auðvitað verða skelfilegar fyrir almenning á Íslandi eins og augljóst má vera. Bæði verðlag og atvinnuleysi mundi fara úr böndunum með tilheyrandi vandamálum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að í kreppunni á árinum 1920 til 1930 var gengi gjaldmiðla heimsins mjög óstöðugt og gengisfellingar mjög algengar. Enda var uppi sá hugsunarháttur þá að gengisfelling mundi bjarga efnahag viðkomandi ríkja. Það auðvitað gekk ekki eftir og afleiðinganar voru oft skelfilegar í kjölfarið fyrir almenning. Þetta er líka það sem framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn vilja gera í reynd. Jafnvel þó svo að þeir tali ekki um það í kosningabaráttunni. Enda er sá hugsunarháttur hjá þessum tveim stjórnmálaflokkum að slíkt sé skynsamlegt. Jafnvel þó svo að öll rök bendi til annars. Síðast var gengi íslensku krónunar fellt með handafli árið 1993 undir því yfirskyni að þá þrengdi að sjávarútvegi og útflutningi íslendinga. Eins og hægt er að lesa um hérna.

Money_Fort
Verðbólga framsóknarflokksins. Myndin er fengin héðan.