Evrópusambandið sem íslendingar óttast er ekki til

Hérna er mynd úr Evrópusambandinu sem íslendingar óttast svo mikið. Það var rigning í dag og ber myndin þess merki.

2013-04-26-027
Landamæri Danmerkur og Þýskalands. Myndin er tekin þann 26. Apríl 2013. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þessi mynd er tekin í Danmörku. Húsið sem sést þarna á myndinni er lögreglustöð í Þýskalandi. Steinnin sem þarna sést merkir landamærin milli Danmerkur og Þýskalands.

2012-08-20-043
Landamærin milli Danmerkur og Þýskalands. Það sést í þýsku hliðina (DRP). Danska hliðin er merkt með stafninum D (held ég að þetta sé rétt hjá mér). Myndin er tekin árið 2012. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þó svo að þetta séu bara tvær myndir. Þá sýna þær nú samt að það er ekkert hættulegt að búa í Evrópusambandinu. Eins og Jón Bjarnarson hélt fram á Rúv í gær. Slíkan málflutning er einnig að finna hjá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og fleiri stjórnmálaflokkum á Íslandi. Sá hræðsluáróður sem er stundaður á Íslandi um Evrópusambandið er ekkert annað en það. Það er mjög fínt að búa í Evrópusambandinu. Ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði. Það eina sem ég þarf að hafa áhyuggjur af í augnablikinu er gengi íslensku krónunar sem er stórt vandamál hjá mér í dag og mun verða það einhverja mánuði í viðbót.