Ögmundur Jónasson brýtur gegn EFTA og EES samninginn

Nýjasta reglugerð Ögmundar Jónassonar sem bannar útlendingum að kaupa jarðir og húsnæði á Íslandi er brot á EFTA aðildíslensku) Íslands og EES Samningum.

Það er bannað samkvæmt EFTA og EES samningum að setja svona hömlur eins og þær sem Ögmundur Jónasson hefur sett á Íslandi. Þetta er lögbrot samkvæmt þeim alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undrritað.

Ég er búinn að senda ESA tölvupóst um þetta mál og ég reikna með að þeir taki þetta mál upp. Enda er hérna um alvarlegt brot að ræða á EFTA+EES samþykktum. Ögmundur er ennfremur ráðherra í starfsstjórn. Það er ekki lengur hlutverk hans að setja svona reglur, hann hefur einfaldlega ekki umboð til þess.

Síðan eru Vinstri Grænir hissa á því að þeir hafi tapað kosningum. Það er ekki flókið að tapa kosningum þegar fólk eins og Ögmundur Jónasson er í Vinstri Grænum, með bannfíkn og útlendingahatur á háu stigi.

Fréttir og reglugerðin

Ögmundur breytir reglum um jarðarkaup útlendinga (Vísir.is)
Breyttar reglur um kaup EES borgara á fasteignum hér á landi (innanrikisraduneyti.is)
Reglugerðin sjálf.