Öfgamenn að taka við völdum á Íslandi

Það er augljóst að öfgamenn eru að taka við völdum á Íslandi, eins og þessi hérna frétt ber með sér. Þar sem fólk berst gegn sínum eigin hagsmunum mótmælir hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandandinu. Þetta fólk er fyrst og fremst að berjast gegn sínum eigin hagsmunum, og er í reynd að berjast fyrir hagsmunum hinna ofurríku á Íslandi, LÍÚ fólksins og æðstu toppum í Bændasamtökum Íslands. Fólks sem þrífst á efnahagslegri einangrun Íslands, og að viðhalda íslendingum í þeirri fátækt sem íslenska krónan útvegar þeim.

Staðreyndin er sú að andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi snýst ekki um efnahagsleg málefni. Þessi andstaða byggir á valdagræðgi þeirra sem að henni standa, þessi valdagræðgi er að kosta íslendinga milljarða í tekjur á hverju ári, og hefur í reynd alltaf gert það. Sá áróður sem notaður er á Íslandi kemur í veg fyrir að almenningur átti sig á þessari staðreynd, og á meðan þessum áróðri er ekki svarað almennilega, þá mun þessi lygaherferð andstæðinga Evrópusambandsins halda áfram á næstu árum og jafnvel áratugum. Á meðan þessu stendur mun almenningur á Íslandi borga reikninginn með íslensku krónunni, hærri vöxtum, verðbólgu og verðlagi. Einnig sem að lífsgæði munu almennt verða verri á Íslandi en í þeim ríkjum sem eru hvað næst okkur og eru í Evrópusambandinu.