Almenningur á Íslandi búinn að vera

Það er ljóst að almenningur á Íslandi er búinn að vera. Ný ríkisstjórn framsóknarflokks og sjálfstæðisflokks mun sjá rækilega til þess að hagsmunum almennings á Íslandi verður fórnað fyrir sérhagsmuni hinna ríku á Íslandi. Þessi nýja ríkisstjórn ætlar sér að byrja á því að skerða tekjur ríkissjóðs á Íslandi um marga milljarða, og ekki hefur verið útskýrt hvar á að skera niður á móti í staðinn. Það er ennfremur ljóst að kosning um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið vegna hugsanlegrar aðildar munu ekki eiga sér stað, enda munu hvorki framsóknarflokkur eða sjálfstæðisflokkur treysta á það að aðildarviðræðum verði hafnað í kosningu. Þeir eru ekki svo öryggir um málið, og munu því fresta þessari kosningu allt kjörtímabilið.

Síðan er alveg ljóst að kjör almennings á Íslandi munu fara hægt versnandi allt kjörtímabilið, þar sem efnahagsstefna framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er hvorki skynsamleg eða gáfuleg.