ESB andstæðingar ljúga um almenningsálitið í Evrópusambandsríkjum

Andstæðingar ESB á Íslandi eru ekki fólk sem ég get fullyrt að sé heiðarlegt. Ég get hinsvegar fullyrt að andstæðingar ESB á Íslandi séu óheiðarlegt fólk. Þetta kemur vel fram á vefsíðu neividesb.is, sem er rekin af Ragnari Arnalds og fleiri aðilum. Hérna er dæmi um kjaftæði sem er að finna á vefsíðu þeirra, þarna er fullyrðing sett fram án þess að geta heimilda hvaðan þessar fullyrðingar eru upprunar.

Ekki er hægt að sannreyna þessar fullyrðingar hjá neividesb.is, þar sem engra heimilda er getið. Ég get hinsvegar vísað í heimildir sem sýna fram á það að þessar fullyrðingar neividesb.is eru ekkert annað en skáldskapur, þangað til að þeir sýna fram á heimildir.

Í könnun Eurobarmeter haustið 2012 kemur fram 58% fólks segir að ríki þeirra muni farnast betur innan Evrópusambandsins. Eina undantekning á þessu er Bretland. Nánari tölur um þetta er hægt að lesa hérna (pdf skjal) á vefsíðu Eurobarmeter.