Lygin um veiðigjöldin

Sjávarútvegsráðherra [Sigurður Ingi Jóhannsson] hefur sagt ýmislegt um veiðigjöld og áætlaðan kostnað af þeim í fjölmiðlum, og eftir því sem ég kemst næst. Þá er nætti því allt saman rangt, eða hreinlega uppspuni frá rótum hjá Sigurði Inga Jóhannessyni. Lög um Veiðigjöld eru mjög skýr og hvernig þau skulu reiknast, sem dæmi af fyrstu 30.000 þorskígildum reiknast ekkert veiðigjald, og af 70.000 þorksígildum reiknast eingöngu hálft gjald. Það er eingöngu þegar komið er upp í 100.000 þorksígldum að útgerðir fara að borga fullt gjald. Þetta gjald hefur því engin eða lítil áhrif á minni útgerðir á Íslandi. Ljóst er að engin ofurgjaldtaka mun fara fram eins og sjávarútvegsráðherra hefur verið að fullyrða í fjölmiðlum og á sinni eigin bloggsíðu. Síðan er það mjög undarlegt að sjávarútvegsráðherra skuli auka vald sitt á sama tíma og hann er að þessu, og þá á þann hátt að hann einn sem ráðherra getur sett veiðigjaldið einhliða án nokkurar yfirsjónar frá Alþingi eða nefndum Alþingis.

Tekjunar sem ríkið verður af eru umtalsverðar, þetta er þó ekki einu tekjunar sem verið er að lækka á Íslandi. Áætlun um lækkaðan virðisaukaskatt á ferðaþjónustu mun kosta ríkissjóð hundruð milljónir sem dæmi. Til þess að mæta þessari tekjulækkun ríkissjóðs, þá ætlar fjármálaráðherra að skera niður útgjöld þar sem slíkt í boði. Það liggur fyrir að afnám þessa veiðigjalds hefur alltaf verið stefna sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins, enda eru þessir stjórnmálaflokkar gjörspilltir og hika ekki við að hygla hinum fáu á Íslandi á meðan almenningur fær að borga fyrir aukin hagnað hinna ofurríku með meiri niðurskurði á Íslandi í samneyslunni (heilbrigðisþjónustu sem dæmi).

Staðreyndin er einnig að útgerðarmenn hafa logið að almenningi varðandi þetta veiðigjald, og gera það í fjölmiðlum á Íslandi án þess að nokkrar athugasemdir séu gerðar við þann málflutning í fjölmiðlum á Íslandi. Afnám veiðigjalda hefur því alltaf legið fyrir síðan áður en núverandi ríkisstjórn var mynduð. Það þýðir þó ekki að rétt sé að leggja þetta veiðigjald niður, enda er ljóst að stórar útgerðir á Íslandi hafa fengið alltof lengi fengið að ganga frjálsar um fiskinn í kringum Ísland án þess að skila hluta af þessum hagnaði aftur til samfélagsins á Íslandi.

Það er einnig ljóst að það er engin spurning um hverju er verið að mótmæla með undirskriftarlista þar sem afnámi þessa veiðigjalds er mótmælt. Enda er ljóst að afnám þessa veiðigjalds mun kosta almenning á Íslandi 10 milljarða króna í minni tekjur fyrir ríkissjóð Íslands, þessar minni tekjur mun síðan almenningur á Íslandi borga með auknum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og fleiri þjónustum eins og ég nefni hérna að framan.

Kerfisbundið hefur verið unnið að því af hálfur ríkisstjórnarinnar, sjávarútvegsráðherra og annara flokksmanna í báðum stjónrarflokkum að rugla þetta mál í almenningi. Þegar staðreyndin er hinsvegar sú að þetta mál liggur ljóst fyrir og hefur alltaf gert það. Þessi gjaldtaka skaðar ekki útgerðarfélög á Íslandi, jafnvel þó svo að þau sjálf noti óheiðarlegar aðferðir og bókhaldstrikk til þess að láta líta út fyrir að svo sé.

Að þessu sögðu, þá mæli ég með því að fólk skrifi undir gegn niðurfellingu veiðigjaldsins á Íslandi hérna. Framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn voru ekki kosnir til valda á Íslandi (til hvers kaus fólk þessa glæpaflokka til valda á Íslandi? Veit það einhver?) til þess að dekra við LÍÚ, Bændasamtök Íslands og önnur sérhagsmunasamtök á Íslandi.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 21:11 UTC þann 20-Júní-2013.