Félagsmálaráðherra lýgur í fjölmiðlum um niðurfellingar skerðingja á kjörum öryrkja

Það er alveg ótrúlegt að sjá hvernig framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn er að svíkja kosningaloforðin þessa dagana á undan öllu því sem þeir lofuðu upp í ermina á sér í kosningabaráttunni, og unnu kosninganar útá þau loforð. Núna í kvöldfréttum Rúv þá segir Eygló Harðardóttir að þau séu að gera það sem þau lofuðu. Þetta er ekkert annað en haugalygi, vegna þess að þetta er ekki þau sem þau lofuðu, þessar aðgerðir eru mjög langt frá því sem stjórnarflokkanir lofuðu að gera í kosningabaráttunni.

Það þarf ekki að leita lengi til þess að sjá að þessar lagabreytingar voru ekki það sem stjórnarflokkanir lofuðu í kosningabaráttunni. Þetta kemur mér lítið á óvart, þar sem ég bjóst við að allt yrði svikið eins og raunin hefur verið. Það eina sem hefur ekki verið svikið er að stöðvun aðildarviðræna Íslands við Evrópusambandið, kaupfélagsdrengurinn frá Sauðárkróki sem núna er Utanríkisráðherra sá vandlega til þess.

Fréttir þar sem stjórnarflokkanir lofa að fella niður skerðingar til öryrkja á Íslandi

Leiðrétta kjör öryrkja og aldraðra strax (Rúv.is 25-Maí-2013)
Fundur með Landssambandi eldri borgara (Eygló Harðardóttir (blog.pressan.is, 26-Maí-2013)
Hyggst afnema skerðingar (Mbl.is, 26-Maí-2013)
Bótaþegar fái skerðingar bættar (Rúv.is, 11-Maí-2013)
Skerðingar frá 2009 afturkallaðar (mbl.is, 23-Maí-2013)
Félagsmálaráðherra lofar kjaraleiðréttingu til öryrkja (Öryrkjabandalag Íslands, 28-Maí-2013)