Ekki verður hlustað á almenning varðandi höfnun á lækkun veiðigjalda

Mér þykist ljóst að forseti Íslands mun ekki hafna lagabreytingu á lögum um veiðigjöld. Ástæðan er mjög einföld, spillingin er slík á Íslandi að LÍÚ mun einfaldlega koma í veg fyrir slíka höfnun forsetans með þrýstingi á embættið.

Forseti Íslands mun koma með langa afsökun afhverju hann þurfi að staðfesta lögin, og afhverju slíkt muni vernda atvinnulífið á Íslandi og fleira þannig atriði. Þetta verður hefðbundið kjaftæði sem er notað á íslenskan almenning, og það sem meira er. Almenningur mun á endanum kaupa þessar lygar, þó svo að hann sé á móti þessum breytingum núna í dag.