Sannleiksnefnd framsóknarflokksins

Um daginn fór pistill á Rúv fyrir hjartað á framsóknarflokknum, þar sem framsóknarflokkurinn hafði verið gagnrýndur í þessum pistli mjög harkalega og ekki að ástæðulausu. Hjá framsóknarflokknum var strax brugðist við og náð í heimskustu og menn sem voru tilbúnir að fórna sér fyrir framsóknarflokkin, enda er alltaf best að senda peðin í svona leiðangra, það er einfaldast að fórna peðunum, og þeir sem lifa slíkt af hækka í tign innan framsóknarflokksins.

Innan framsóknarflokksins er sú hugmyndafræði komin upp að þeir verði að hafa stjórn á umfjöllun um sig, enda á bókstaflega að neyða alla fjölmiðla á Íslandi að þóknast þeim, og sjálfstæðisflokknum. Það á að tryggja gagnrýnislausa umfjöllun um framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokkin í framtíðinni, og það er ekki að ástæðulausu sem þessir flokkar bregðast svona við. Þetta er nefnilega aðferð til þess að vernda spillinguna og ósóman sem þrífst innan þessara tveggja flokka. Það er þannig að ekkert er nýtt undir sólinni á Íslandi, og nýjasta ritskoðunarárátta stjórnarflokkana á Íslandi er í raun ekkert svo ný eftir allt saman. Hugmyndafræðin á bak við þessa hegðun er mjög gömul og kemur mér ekkert á óvart. Síðasta tilraun sem þessir menn gerðu til þess að ritskoða fjölmiðla á Íslandi var með fjölmiðlalögum (timarit.is) sem Davíð Oddsson lagði fram á sínum tíma. Sú tilraun mistókst á sínum tíma, en það þýðir samt ekki að þetta fólk muni ekki reyna aftur, og mjög líklega strax á næsta þingi verða lögð fram ný lög sem munu hefta frelsi íslenskra fjölmiðla mjög mikið, jafnvel algerlega ef þetta fólk tapar síðustu vitglórunni sem það er þó ennþá með.

Ég er ennfremur viss um að framsóknarflokkurinn mun setja á fót nefnd eða skrifstofu til þess að flytja „réttar fréttir“ ofan í íslendinga. Fréttir sem verða gersneyddar af spillingarmálum framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins, alveg eins og þeir vilja hafa það. Ég reikna með að framsóknarflokkurinn muni skýra þessa nefnd sannleiksnefndina, annað eins hefur nú gerst í sögunni.