Mynd frá Þýskalandi og Evrópusambandinu

Hérna er mynd sem ég tók í gær. Þessi mynd er frá Þýskalandi sem er næst mér þar sem ég á heima í Danmörku. Þetta er úr smábæ sem heitir Harrislee, þar búa í kringum 11.000 manns. Þessi mynd er tekin fyrir utan eina af dönsku landamærabúðunum í Þýskalandi. Þarna fara danir til þess að kaupa mat, áfengi, nammi og fleira sem þarna fæst ódýrara en í Danmörku (en er samt dýrara en í Þýskalandi).

2013-07-30-391
Frá Harrislee í Þýskalandi. Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Þarna sést að ástandið í Evrópusambandinu er ekki eins og evrópuandstæðingar lýsa því á Íslandi, enda eru lýsingar þeirra ekkert annað en uppspuni og skáldskapur sem á ekkert skilt við raunveruleikan. Það eru vissulega vandamál í efnahagnum, alveg eins og það eru vandamál í efnahagnum á Íslandi. Vandamálin í Evrópu eru hinsvegar ekki eins og þeim er lýst á Íslandi og mjög langt frá því. Þennan dag sem ég var þarna á svæðinu, þá var mjög mikið að gera í búðinni sem ég fór í. Þessi búð heitir Fleggaard og er ein af stærri búðunum á þessu svæði sýnist mér. Í Fleggaard var troðfullt og brjálað að gera allan þann tíma sem ég var þarna, eða rétt í kringum 3 klukkutíma. Það allavegana sást ekki að í Danmörku hefur verið efnahagskreppa undanfarið, þarna er ennfremur svo sannarlega ekki neitt sem minnir á það ástand sem er ríkjandi á Íslandi undanfarin ár.