Ofbeldismenning á Íslandi

Enn á ný er verslunarmannahelgin gengin í garð á Íslandi, og á ný eru fréttir farnar að berast af nauðgunum, líkamsárásum og öðrum ofbeldisverkum. Í flestum öðrum ríkjum Evrópu er þetta einfaldlega ekki svona. Það er auðvitað munur á milli Evrópurríkja og oft á tíðum mjög mikill Evrópuríkja. Þar sem menning, efnahagur og aðrar ástæður spila mikið inn í ástæður fyrir ofbeldisverkum. Ég hef ekki skoðað öll ríki í Evrópu, en þau ríki sem ég skoðaði. Þá er þetta tölunar varðandi ofbeldisglæpinn nauðgun í nokkrum ríkjum Evrópu.

Ég raða ríkjunum frá hæsta til hins lægsta. Miðað er við 100.000 íbúa í þessari prósentu. Allar tölunar eru frá árinu 2008, og teljast þær ekki nýjar.

1: Svíþjóð, 53,2% miðað við hverja 100.000 íbúa.
2: Ísland, 21,6% miðað við hverja 100.000 íbúa.
3: Noregur, 19,8% miðað við hverja 100.000 íbúa.
4: Finnland, 17,2% miðað við hverja 100.000 íbúa.
5: Þýskaland, 8,9% miðað við hverja 100.000 íbúa.
6: Danmörk, 7,3% miðað við hverja 100.000 íbúa.

Tölunar hafa örugglega breyst síðan þessar tölur komu fram, það breytir þó ekki þeirri staðreynd að á Íslandi er ofbeldi gegn konum og körlum algengt í formi nauðgunar. Það er eingöngu í Svíþjóð sem þetta ofbeldi er algengara en á Íslandi. Afhverju það er raunin veit ég ekki, Þetta er samt staðreyndin um stöðu mála árið 2008, og væntanlega er þessi staða eins árið 2013. Þessi bloggfærsla telur bara eina gerð ofbeldisglæpa á Íslandi, ég er ekki að taka saman tölur um líkamsárásir og aðrar tegundir glæpa sem eiga sér stað á Íslandi, og sérstaklega um verslunarmannahelgina á Íslandi.

Ég vona að þetta fari að breytast á Íslandi, þar sem svona staða mála er óviðunandi í hvaða samfélagi sem er.