Efnahagsleg ábyrgð ESB andstæðinga á Íslandi

Andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi eru staðráðnir í að stoppa aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Þetta hefur þeim tekist núna í dag tímabundið með taðreyk og með því að gefa í skyn að þróun innan Evrópusambandsins sé eitthvað sem þurfi að athuga. Á meðan Ísland er fyrir utan Evrópusambandið þá mun þróun og þær stefnur sem aðildarríki Evrópusambandsins taka ekki vandamál íslendinga. Íslendingar hafa nefnilega ekkert um þær að segja á meðan staðið er fyrir utan og horft inn.

Áhrifin á efnahag Íslands vegna þessa viðræðustopps munu fljótlega koma fram. Það dregur stöðugt úr hagvexti á Íslandi þessi misserin og efnahagurinn er í raun botnfrosinn og engar líkur á því að muni breytast á næstu mánuðum til árum. Það er ljóst að ESB andstæðingar munu bera mikla ábyrgð á þessari stöðu á næstum árum, enda reikna ég ekki með öðru en að núverandi ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks muni sitja út allt kjörtímabilið.

Jafnvel þó svo að þeir muni í raun valda nýrri og alvarlegri efnahagskreppu á Íslandi eftir eitt til tvö ár. Það sést vel fyrir hverja þessa ríkisstjórn starfar á Íslandi. Ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokksins starfar fyrir ríka fólkið og fyrirtækin á Íslandi, en ekki fyrir allan almenning eins og krafan raunverlega er. Ég veit ekki hvenar aðildarumsókn Íslands og aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins verður haldið áfram, en það getur verið að mörg ár verði í að slíkt gerist. Á meðan munu íslendingar stöðugt verða fátækari, lífsgæði versna ásamt lífsskilyrðum. Fátækt mun einnig aukast á Íslandi á sama tíma, þar sem slíkt fylgir versnandi og stöðugri efnahagskreppu á Íslandi og hefur alltaf gert slíkt.