Lélegasta efnahagsstefna í Evrópu

Á Íslandi er rekin lélegasta efnahagsstefna í allri Evrópu. Jafnvel Grikkir (sem eru ekki þekktir fyrir góðan efnahag) mundu skammast sín fyrir það sem er verið að gera á Íslandi núna í dag. Efnahagsstefnan á Íslandi núna í dag gengur útá nokkur einföld atriði.

  1. Halda í íslensku krónuna.
  2. Treysta á gengisfellingar bjargi hagnaði útflytjenda.
  3. Háu vaxtastigi á Íslandi.
  4. Hárri verðbólgu á Íslandi.
  5. Lágum launum almennings.

Þessi stefna tryggir nokkur atriði og þau eru öll almenningi í óhag. Þessi efnahagsstefna er nefnilega þannig uppsett að hún tryggir hagnað stórfyrirtækja á Íslandi en þó sérstaklega hagnað þeirra fyrirtækja sem eru í útflutningi á fiski og öðru sjávarfangi. Þetta nær einnig til landbúnaðarvara, þar sem launum bænda er haldið niðri með svipuðum hætti (þá sérstaklega sauðfjárbænda og bændur sem eru í framleiðslu á nautakjöti).

Það er síðan sú hryllilega staðreynd að útflytjendur á Íslandi þurfa að treysta á stöðugar gengisfellingar til þess að skila hagnaði segir sína sögu um stöðu mála í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru í raun ekkert nema gjaldþrota tæknilega þar sem þeim tekst ekki að skila hagnaði nema með því að gjaldfella íslensku krónuna og hag alls almennings í leiðinni. Það er raunveruleg staða mála á Íslandi og þessi staða hefur ekkert breyst á síðustu áratugum og mun ekki gera það á næstunni. Ástæðan er mjög einföld fyrir því, það er nákvæmlega enginn pólitískur vilji fyrir því að breyta þessu kerfi á Íslandi og allar slíkar tilraunir til þess að breyta þessu rotna og fúna kerfi enda með því að sá stjórnmálaflokkur eða flokkar sem reyna slíkt eru myrtir í beinni útsendingu á Rúv og öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Á meðan situr almenningur á Íslandi upp með fátæktina og skertan kaupmátt næstu áratugina. Á sama tíma og gjaldþrota útflutningsfyrirtæki græða á stöðugu gengisfalli íslensku krónunnar og stöðugt minnkandi verðgildi.