Íslendingar vilja kjaraskerðingu og verri lífsgæði

Íslendingar sanna það enn og aftur að þeir hafa ekki vit á efnahagsmálum. Íslendingum býðst að gerast aðildar að Evrópusambandinu og taka upp evruna sem gjaldmiðil eftir nokkura ára undirbúning. Slíkt mundi þurrka út áhættuna á gengisfalli og skertum lífsgæðum af þeim sökum. Þessu eru íslendingar algerlega á móti eins og kemur fram í frétt Rúv núna í kvöld. Vilja frekar skertan kaupmátt, óstöðuga íslenska krónu með tilheyrandi áhættu á gengisfalli og öðrum tengdum vandamálum. Þetta er hinsvegar það sem íslendingar kjósa sér og þýðir lítið að kvarta undan stöðu mála á meðan íslendingar vilja ekki breyta neinu.

Fréttir Rúv

Rúmlega helmingur andvígur aðild að ESB (Ruv.is)
Vilja greiða atkvæði um framhald viðræðna (Ruv.is)