Áslaug María á að segja af sér stöðu borgarfulltrúa nú þegar

Í ljósi nýlegra frétt af ummælum borgarfulltrúans Áslaugu Maríu Friðriksdóttur þá er ljóst að hún er gjörsamlega óhæf til þess að taka þátt í íslenskum stjórnmálum. Það á einfaldlega ekki að tala svona um fólk sem er að fá lægstu mögulegu bætur á Íslandi og þó eru bætur Reykjavíkurborgar hærri en það sem margir öryrkjar fá á Íslandi núna í dag yfir mánuðinn.

Ummæli Áslaugu Maríu hafa sýnt það og sannað að hún er óhæfur stjórnmálamaður og á því að segja af sér nú þegar. Þetta er krafa sem Reykvíkingar eiga að setja fram nú þegar. Enda er það mikil ábyrgð hjá almenningi að hafa óhæfan stjórnmálamann við völd eins og reynslan sýnir á Íslandi.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 19:14 UTC.