Ásættanlegur hraði á internetinu?

Það var eitt af hlutverkum Fjarskiptasjóðs að byggja upp háhraða internet fyrir íslenska bændur. Þetta verkefni hefur mistekist gjörsamlega og líklega á öllum stöðum þar sem átti að koma upp háhraða interneti fyrir bændur.

Hérna er hraðin á internetinu sem foreldrar mínir þurfa að notast við á internetinu. Það á að gera örfáar breytingar á næstunni til þess að reyna laga þetta. Ég hinsvegar veit ekki hversu miklu þetta mun breyta, þar sem hérna er verið að nota 3G kerfi Símans og það ræður engan vegin við þá internet umferð sem er verið að senda í gengum það með þessari áætlun.

Þessi fjarskiptaáætlun er því augljóslega klúður frá upphafi til enda. Í stað þess að notast við lélegar skammtímalausnir eins og 3G og gervihnattasamband (á sumum stöðum) þá hefði átt að leggja ljósleiðara til þeirra bænda sem vildu fá gott internet samband. Þannig hefði líka verið hægt að dreifa annari þjónustu til þeirra. Þá sjónvarpi og annara tengdri þjónustu sem hægt er að bjóða upp yfir ljósleiðara. Þjónustu sem er ekki einu sinni í boði yfir 3G eða ADSL á þessum svæðum. Þetta hefði einnig verið nauðsynleg tæknileg uppfærsla á grunn-fjarskipta netinu á Íslandi. Þar sem ljóst er að fjarskiptasambönd yfir kopar verða aðeins notuð í nokkra áratugi í viðbót í heiminum og á Íslandi.

Þetta fjarskiptaverkefni var hugsað á þann hátt sem íslendingum er svo gjarnt að hugsa í. Skammtímalausnum sem verða svo dýrari til lengri tíma litið.