Varðmenn íslenskrar spillingar

Ég benti á það á Eyjunni í dag að þrátt fyrir að í nýjasta lekanum hefðu tölur verið hafðar rangar eftir úr umræddum gögnum. Þá væri Bjarni Benediktsson núverandi fjármálaráðherra Íslands engu að síður viðriðin gríðarstórt og umfangsmikið spillingarmál. Á hinum norðurlöndunum væri Bjarni Benediktsson komin í fangelsi með áratuga dóma fyrir þessa spillingu. Það gerist hinsvegar ekki á Íslandi. Það sem gerist á Íslandi er hinsvegar þetta hérna. Varðmenn spillingar og þjófa stökkva fram og fara að verja ógeðið af fullum krafti.

Hérna eru tvö góð dæmi um slíkt.

sveinbjorn.kristinnsson.eyjan.is.30-Desember-2013
Hérna er ég sakaður um að brjóta lög og bótasvik. Viðkomandi sakar mig einnig um að lemja konur og börn, ég á reyndar ekki konu eða börn. Viðkomandi felur þetta síðan með því að þykjast fara bara í manninn. Ég drekk ennfremur ekki áfengi og hef aldrei gert það.

ragnhildur.kolka.30-Desember-2013.eyjan.is
Hérna er ég sakaður um að vera í Samfylkingunni. Stjórnmálaflokki sem ég hef ekki verið í síðan árið 2007 og skipti mér ekkert af í dag. Síðan kemur fleira bull um mig þarna og annað fólk sem er á móti svona spillingu á Íslandi.

Í þeim löndum sem íslendingar bera sig svo stoltir við fengju stjórnmálenn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki að vera við völd. Þar sem staðreyndin er mjög einföld. Þessir menn eru gjörspilltir og ekkert breytir þeirri staðreynd.

Varðmenn spillingar eru hinsvegar uppteknir á Íslandi að verja þessi verk Bjarna Benediktssonar. Á meðan Bjarni Benediktsson sjálfur kallar þetta allt saman lygi. Þó svo að fingraför hans séu yfir öllu saman í dag og samverkarmanna hans.

Ég hef því miður ekki ennþá getað kynnt mér nýjasta lekann. Það verður gert fljótlega eftir áramót. Frétt eyjunnar og ummæli í minn garð er hægt að lesa hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:43 þann 31-Desember-2013.