Nýja móðursýkin á Íslandi er barnsrán

Á Íslandi hefur verið viðvarandi móðursýki síðan árið 2008. Þegar eitt barna tilkynni um að reynt hefði verið að ræna sér. Lögreglan komst þá að því að ekkert [Frétt um málið frá árinu 2008 er að finna hérna] væri til í málflutningi umræddar stelpu og hún hefði skáldað allt saman upp. Afhverju þessi stelpa gerði það veit ég ekki.

Síðan þá hefur staða þessa máls versnað mikið. Árið 2010 sem dæmi hefur verið talað um allt að 20 mál. Þó er ég viss um að þau séu örugglega fleiri. Árið 2011 sem dæmi voru hið minnsta 34 tilfelli í umfjöllun fjölmiðla. Árið 2012 eru þessi mál komin niður í 8 hjá fjölmiðlum og árið 2013 er fjöldi þessara mála kominn í 10 talsins, í upphafi ársins 2014 eru nú þegar komnar fram 3 til 4 svona tilkynningar. Það er bara einn galli á þessu öllu saman. Fyrir utan tvö skráð tilfelli þar sem lögreglan fann viðkomandi einstaklinga, og það voru síðan þrjú til fimm atvik sem áttu uppruna sinn í misskilningi eða vegna þess að afar og ömmur þekktu ekki barna-börn sín. Þá hefur ekkert af þessum málið verið sannað, engir menn fundist, engir bílar fundist. Í reynd eftir því sem ég kemst næst þá hefur lögreglan ekki fundið neitt þrátt fyrir ítrekaða leit sína af þessum afbrotamönnum sem reyna að tæla börn upp í bíla með sælgæti.

Staðreyndin er nefnilega sú að slíkt tilfelli eru í raun afskaplega sjaldgæf (það eru meiri líkur á því að verða fyrir bíl heldur en verða rænt). Það er mun algengara að ættingjar og fólk sem þekkir til barna ræni þeim heldur en einhver ókunnugur maður á götunni. Það er einnig efnisleg staðreynd að börn ljúga. Afhverju börn ljúga veit ég ekki en þau gera það nú samt. Hinsvegar virðist enginn þora að spurja hin íslensku ofvernduðu börn hvort að þau séu að ljúga. Heldur er þeim trúað skilyrðislaust og án þess að véfengja þeirra málflutning. Jafnvel þegar ekkert finnst eftir leit lögreglu af meintum afbrotamönnum og bílum þeirra. Afsakanir foreldra um hegðun bara sinna og jafnvel stundum fólks úti á götu um þessu mál eru oft þannig að börnin sjái ekki bílinn eða geti ekki gefið nógu góða lýsingu á umræddum mönnum. Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar þessi mál hafa raunverulega komið upp þá hefur umrædd lýsing frá börnum dugað til þess að finna viðkomandi einstaklinga á mjög fljótlega hátt. Bílar viðkomandi hafa þá einnig fundist eftir skamma leit lögreglunnar.

Síðan árið 2009 hafa komið fram að lágmarki 57 tilkynningar um þessi mál. Í engum þessara tilfella hafa umræddir menn og bílar þeirra fundist. Enda eru góðar líkur á því að um sé að ræða lygar barna sem setja þetta fram. Ekki veit ég afhverju börnin eru að ljúga þessu. Það er foreldranna að komast að því af hverju börnin eru að búa svona sögur til. Síðan vona ég að þessum tilkynningar fari að hætta. Ég veit þó fyrir víst að þessar tilkynningar munu hætta í Maí, þegar kennslu í grunnskóla líkur á Íslandi, verst að þær munu aftur byrja í Ágúst þegar grunnskólarnir hefja aftur starfsemi sína eftir sumarfrí. Enda fylgja þessar tilkynningar alveg því tímabili sem grunnskólar á Íslandi byrja og þangað til að þeim líkur á vorin. Á sumrin koma ekki fram neinar svona tilkynningar frá foreldrum til lögreglunnar.

Nánari fréttir um þetta málefni

Child Abductions By Strangers Very Rare (Discovery News)