Íslenskir einræðisherrar

Þetta átti upprunalega að vera athugasemd á eyjan.is (hérna), en var of langt fyrir athugasemdakerfið þar. Þannig að þetta er í heild sinni hérna.

Einræðisherrar og fólk sem misnotar vald er jafnt misjafnt og það er margt. Það er enginn einn stíll á einræðinu og það er allt með sínu sniði. Eins og sést mjög vel þegar sagan er skoðuð í hinum ýmsu ríkjum sem hafa farið í gegnum tímabil einræðisherra og annara slíkra rudda. Á Íslandi hefur þetta einræði ekki virkað með ofbeldi. Heldur með því að hóta að svipta fólki lífsviðurværi sínu með atvinnumissi og öðrum slíkum óþokka aðferðum. Þetta hefur viðgengist á Íslandi í marga áratugi og íslendingar eru orðnir svo vanir að þeir samþykktu þetta kerfi eins hver önnur slagsmál á laugardagskvöldi.

Þetta er auðvitað gífurlega óheilbrigt ástand til þess að hafa þjóðfélag í. Sérstaklega til lengri tíma. Í þá mörgu áratugi sem þetta kerfi hefur þrifist. Árin fyrir hrun var þetta kerfi skoðana-kúgunar styrkt og fólki sem er tryggt þessu kerfi raðað í stjórnsýsluna og á þeim grundvelli voru ákvarðanir teknar sem settu af stað atburðarás sem endaði í efnahags-hruninu árið 2008 og þessi atburðarás er ennþá í gangi á Íslandi og eins og er sér ekki fyrir endann á henni.

Á Íslandi hafa fámennir hópar fólks ráðið öllu sem varðar efnahagsmál íslendinga. Allar ákvarðanir hafa verið teknar í kringum þennan hóp á kostnað almennings. Bara síðan árið 1980 hefur þessir tveir hópar kostað almenning á Íslandi milljarða króna ofan á milljarða króna og skert lífsgæði. Þar að auki þá halda þessir hópar almenningi á Íslandi í viðjum viðvarandi fátæktar með tæki sem kallast íslenska krónan og endalausri skerðingar á verðmæti íslenskrar krónu og stöðugt hærra matvælaverði (matvælaverð á Íslandi er ekki í neinu samræmi við laun fólks. Þetta nær einnig til annars kostnaðar á Íslandi).

Þegar efnahagshrunið skall á árið 2008 gerðist eitt merkilegt sem fór fram hjá flestum í látunum. Í nokkra mánuði þá hurfu þessir aðildar sem eiga alla sérhagsmunina á Íslandi. Á þessum sama tíma fór stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu í rúmlega 60% (kreppan var ekki byrjuð í Evrópu á þessum tíma). Einnig sem að skipulagður áróður var ekki hafinn gegn Evrópusambandinu á Íslandi.

Eftir að þetta fólk hafði náð að tryggja fjármuni sína erlendis og á Íslandi í upphafi síðasta kjörtímabils þá hófst stöðugur áróður gegn ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna, sem í reynd stóð sig bara ágætlega miðað við allt ruglið sem þessir tveir flokkar tóku við eftir efnahagshrunið. Áróðurinn var margvíslegur. Allt frá því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG væri „helfarastjórnin“ og að allt sem hún gerði væri svik við almenning. Allt að þessu var auðvitað tómt rugl við nánari skoðun og ekkert af þeim fullyrðingum sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur setti fram stóðst skoðun. Vandamálið var bara að á Íslandi voru fáir að skoða og það er mjög einfalt að æsa íslendinga upp. Sérstaklega eftir efnahagshrunið, þar sem almenningur var reiður og vissi ekki almennilega hvert átti að beina sinni reiði. Slíkri reiði er einfalt að nota ef fólk kann til verka, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn kunnu til verka. Sérstaklega með alla Icesave reynsluna í vasanum eftir nokkur ár í þeim pakka. Auk menntunar frá Bandaríkjunum, þar sem hægri öfgamenn frá því landi hafa kennt þeim pólitískan áróður af verri gerðinni.

Til þess að gera það sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa verið að gera á Íslandi undanfarið og allt síðasta kjörtímabil (og þetta hefur verið í gangi núna í marga áratugi) var stjórnun fjölmiðla og þeirra frétta sem birtast á Íslandi. Það er engin tilviljun að í Bændablaðinu er ekki eina einustu jákvæðu frétt að finna um Evrópusambandið. Ráðning Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið var ekki heldur nein tilviljun. Breytingar á stjórn Rúv var í raun ekkert nema pólitískt valdarán á þeirri stofnun og þeirri starfsemi þar er. Þeir sem stjórna fjölmiðlum í reynd stjórna skoðunum fólks upp að marki. Það er hinsvegar ekki hægt að blekkja alla alltaf (you can’t fool everyone all the time).

Ítök Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á fjölmiðlum Íslands hafa gífurleg áhrif á skoðanir almennings, og þetta er upp að svo miklu marki að það jaðrar við brjálæði. Nærri því allar fréttir Morgunblaðsins um Evrópusambandið eru neikvæðar, eða leggja í grunninn eitthvað upp um Evrópusambandið sem er ekki raunverulegt og einfaldlega stenst ekki. Á morgunblaðinu starfa þekktir andstæðingar Evrópusambandsins og þykjast þar vera blaðamenn. Á meðan sannleikurinn er sá að þetta eru ekki fréttamenn, langt því frá. Þetta eru einstaklingar sem hafa þann starfa að semja áróður og dulbúa hann sem fréttir. Svona er einnig í gangi á Rúv, þó svo að í minna mæli sé. Ég hef einnig séð svona fréttir á vísir.is (og er ég er alls óhræddur við að finna dæmi um slíkt sé þess óskað) og fleiri fjölmiðlum.

Það eru núna rúmlega 9 mánuðir síðan ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tók við. Á þessum tíma hefur ríkisstjórninni tekist að skerða kjör almennings um marga þúsundkalla í formi hækkana á gjöldum ríkisins. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að skerða tekjur ríkisins um hátt í 30 milljarða króna og fóru síðan í að kvarta undan óvæntum halla á fjárlögum sem kom í kjölfarið á þessum glötuðu tekjum. Þá gerðu þessir menn það eina sem þeir í raun kunna, það var að skera niður verkefni sem hefðu í raun aukið hagvöxt á Íslandi (hagvöxtur er meira en bara einkaneysla almennings), skera niður í nauðsynlegum verkefnum sem hefðu bætt lífsgæði og þar í kjölfarið kjör almennings (lífsgæði eru hluti af kjörum fólks).

Á sama tíma og þessu öllu saman fór fram. Þá héldu þessir menn áfram að þjónusta sérhagsmunina. Hvort sem það var hvalabjórinn úr ósamþykktu hvalamjöli sem var ekki hæft til manneldis, eða hvalveiðum íslendinga (sem enginn grundvöllur er fyrir og eru bara reknar á grundvelli þjóðrembu og ekki neinu öðru). Það er þó minnst af vandamálum íslendinga. Vandamálið er að þessi þjónusta og undirgefni við sérhagsmuni fámenns hóps á Íslandi er alvarlega að skaða stöðu Íslands í hinum hnattræna heimi.

Það sem gerist á Íslandi í dag getur verið komið í fjölmiðla í öðrum löndum eftir 5 mínútur ef svo ber undir. Það er ekkert í dag sem heitir „fréttir frá Íslandi á tveggja vikna fresti“ eins og áður var. Erlendir fjölmiðlar hafa á Íslandi starfsfólk sem les og skilur íslensku, enda annað hvort íslendingar eða eru búnir að búa á Íslandi mjög lengi og hafa því tök á íslenskunni eins og hverju öðru tungumáli. Þetta fólk mun skrifa niður og láta heiminn vita af því sem gerist á Íslandi um leið og þörf er.

Núna er komið að aðalmálinu hjá mér og greinin aðeins farin að styttast í annan endann.

Aðild Íslands að Evrópusambandinu er bein ógn við það veldi sem núna er á Íslandi. Veldi þeirra sem hafa grætt milljarða á því að moka undir sig með hjálp íslenskra stjórnmálamanna úr flest öllum stjórnmálaflokkum. Spillingin er núna orðin svo yfirgengileg að það er ekki einu sinni haft fyrir því að fela hana lengur oft á tíðum (hvalabjórinn er gott dæmi).

Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er eina leið íslendinga til þess að fá almennileg kjör, og það sem skiptir máli fyrir alla íslendinga. Almennilega stjórnsýslu á Íslandi. Þar sem Evrópusambandið gerir kröfur til aðildarríkjanna um stjórnsýslu og hvernig ríki starfa innan laga Evrópusambandsins. Það er þó aðeins hluti af því sem ætla að skrifa um núna.

Fyrir almenning á Íslandi skiptir aðild að Evrópusambandinu miklu máli. Ekki bara vegna þess að verðlag verður stöðugra og hugsanlega lægra (ég mundi samt halda að Ísland yrði dýrasta eða næst dýrasta ríkið innan ESB). Stöðugleiki í efnahag ríkis er nauðsynlegur. Jafnvel í efnahagskreppu eins og þeirri sem gekk yfir heiminn frá árinu 2007 til 2012 (sirka). Aukinn efnahagslegur stöðugleiki tryggir að fyrirtæki og einstaklingar geta gert fjárhagsáætlanir og staðið við þær. Það tryggir og eykur líkurnar á því að einstaklingar og fyrirtæki geti staðið við sitt án vandræða (það verða auðvitað alltaf til einstaklingar og fyrirtæki sem geta ekki staðið við sitt. Slíkt er allstaðar).

Það er ennþá meiri nauðsyn á því að íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil og ætla ég að fara í þær útskýringar núna.

Ef íslendingar hefðu verið með evruna þá hefði ekki orðið gjaldeyrishrun á Íslandi. Það hefði ekki orðið gífurlegar hækkanir matvöru á Íslandi (það hefðu orðið einhverjar verðbreytingar). Verðbólga hefði ekki orðið 20% og stýrivextir hefðu ekki orðið hátt í 16% (eða í kringum þá tölu). Það sem gerði efnahagshrunið á Íslandi svo miklu, miklu verra var íslenska krónan. Það nefnilega þarf svo gífurlega mikið til þess að halda íslensku krónunni í gangi að það er næstum því ómögulegt (og tæknilega séð þá gengur þetta ekki upp). Það þarf nefnilega að tryggja viðskipti við útlönd og til þess að slíkt gangi upp þarf að tryggja gengi íslensku krónunnar og eiga gjaldeyri í Seðlabanka Íslands. Allt saman atriði sem eru háð stöðunni innanlands og viðskiptum við útlönd þann mánuðinn og árið. Viðskipti sem ganga ekkert alltaf vel með tilheyrandi efnahagsvandræðum fyrir íslendinga.

Íslenska krónan tryggir hinsvegar sérhagsmunina rækilega. Enda hefur meirihlutinn af þeim gífurlegar tekjur í evrum og dollurum. Þeir borga síðan íslendingum laun í íslenskum krónum með afslætti vegna lélegs gengis íslensku krónunnar. Í evrum talið hafa laun íslendinga ekkert hækkað síðan árið 2007. Þau hafa hugsanlega lækkað ef eitthvað er.

Íslendingar eru svo margfalt betur settir innan Evrópusambandsins en utan þess. Ástæðan er ekkert flókin og er ekkert endilega bara efnahagsleg. Það eru lífsgæði í ýmsum hlutum og einn af þessum hlutum ef aðild að Evrópusambandinu. Íslendingar yrðu ekki mikið varir við aðild Íslands að Evrópusambandinu, ekkert frekar en aðrar þjóðir sem eru innan þess nú þegar.

Það hinsvegar hentar ákveðnum hópum á Íslandi að halda íslendingum fyrir utan Evrópusambandið. Þannig geta þeir tryggt hagsmuni sína um alla framtíð og haldið íslendingum endalaust á lágum launum og tryggt sér þannig ódýrt vinnuafl í leiðinni. Það sem er að gerast núna á sér langan aðdraganda. Eins og allar grjót skriður þá hófst þetta á smávölum sem fóru að detta niður hlíðina og núna er komið að stóra grjótinu og allri skriðunni.

Fólkið sem kom íslendingum í efnahagskreppuna árið 2008 má ekki koma íslendingum aftur á sama stað vegna kæruleysis og græðgi. Síðan er alger nauðsyn að þetta fólk borgi sína skatta til samfélagsins eins og aðrir. Öðrvísi komast íslendingar ekki úr því ástandi sem núna ríkir.

Þess vegna trúi ég því að mótmælin á morgun verði stór. Þangað til annað sannast.