Ríkisstjórn Íslands hefur tapað lögmæti sínu

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa tapað lögmæti sínu með aðgerðum sem eru þvert á Stjórnarskrá Íslands. Ofan á þessi brot hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að hunsa vilja almennings á Íslandi og ætlar sér ennþá að slíta aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Það er skylda ríkisstjórna að standa vörð um hagsmuni almennings og kjósenda sinna. Það er ekki hluti af verkefnum ríkisstjórna eða þingmanna að þjónusta sérhagsmunaöfl og sérhagsmuni ríkra einstaklinga á Íslandi og fyrirtækja eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili.

Ofan á þetta eru síðan stjórnar-þingmenn farnir að brjóta stjórnarskrána beint með því að krefjast ritskoðunar fjölmiðla eða þeir muni hljóta verra af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt hefur gerist þegar skorið var niður á Rúv til þess að stjórna beint fréttaflutningi þar. Nýjustu ritskoðunartilburði er hægt að sjá hérna (Rúv.is), hérna (eyjan.is), hérna (DV.is). Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér nú þegar. Að öðrum kostir hefur almenningur á Íslandi ekki annan kost nema að fjarlægja ríkisstjórn Íslands með valdi.