Vinstri vaktin gegn ESB gerir út net-níðing

Það er til vefsíða á Íslandi sem heitir Vinstri vaktin gegn ESB. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna vefsíða gegn ESB aðild Íslands og er vefsíðan rekin af Ragnari Arnalds sem stofnaði samtökin Heimssýn sem eru samtök fólks gegn ESB aðild Íslands og alþjóðlegum samskiptum íslendinga útá við. Á þessari vefsíðu [Vinstri vaktin gegn ESB] hefur núna lengi verið starfandi einstaklingur sem hefur þann einn starfa að hóta og tala niður til þeirra einstaklinga sem nenna að reyna standa í rökræðum við þá einstaklinga sem reka og skrifa á Vinstri vaktin gegn ESB. Þessi einstaklingur virðist starfa með fullu samþykki Ragnar Arnalds, enda hefur hann ekkert gert til þess að útiloka þennan einstakling frá því að skrifa þangað inn og hann hefur ennfremur ekki fjarlægt athugasemdir og hótanir sem þarna hafa verið settar fram. Nýjustu skrif þessa einstaklings sem kallar sig „palli“ er að finna hérna. Síðan vogar þetta fólk sér að kalla mig dónalegan eins og þarna er verið að gera.

Ég gerði tilraun til þess að kæra þetta net-níð til lögreglunnar árið 2012, en lögreglan tók ekki mark á þessu eins og sjá má í skjali sem ég fékk frá þeim um þetta mál. Það var því ekkert gert og grunar mig að pólitísk sambönd eigi þar hlut að máli (Ragnar Arnalds er fyrrverandi ráðherra á Íslandi).

Hérna eru tvö dæmi um skrif þessa einstaklings sem gengur undir nafninu „palli“ á Vinstri vaktin gegn ESB og skrifar eingöngu þegar ESB andstæðingarnir hafa engin mótrök til staðar. Þetta er þó ekki það versta sem þessi maður hefur látið útúr sér þarna.

palli.22.09.2012.b.small

palli.22.09.2012.a.small

Myndirnar má nota hvar og hvenær sem er. Ég hef auðvitað skrifað um þetta áður en lítið virðist breytast í þessu máli. Þannig að ég mun halda áfram að skrifa um þessa siðlausu hegðun sem þarna er stunduð þangað til að eitthvað breytist eða þetta hættir endanlega. Hægt er að skoða allar athugasemdirnar hérna í þessu rar skjali sem er viðhengt þessari færslu. Ásamt svari lögreglunnar við kæru minni gegn þessu sem þarna fer fram. Það er gjörsamlega óþolandi að Ragnar Arnalds skuli leyfa þessu að gerast, þar sem hann er ábyrgðarmaður fyrir svona athugasemdum þegar þær eru ekki fjarlægðar. Ásamt þeim sem skrifaði þær að auki. Í umræðunni um net-níð á Íslandi þá er nauðsynlegt að fólk viti að svona net-níð á sér einnig stað á fleiri stöðum en bara bland.is í dag.

1579_001