Heimssýn eru ritskoðandi aumingjar

Eins og svo oft áður þá reyndi ég að leiðrétta þá fáfræði og heimsku sem er að finna á vefsíðu Heimssýnar á blog.is. Hinsvegar þar sem Heimssýn þolir ekki rökræður og stundar það að ritskoða alla þá sem eru á móti þeim. Þá fékk ég þessi hérna skilaboð.

heimssyn.ritskodun.05.05.2014
Heimssýn að ritskoða mig. Þar sem þær staðreyndir sem ég kem með um Evrópusambandið eru óþægilegar fyrir þá.

Hérna er textinn sem ég var að reynda setja inn hjá þeim, og ég var að reyna að setja textann inn hérna.

Eins og Haukur bendir réttilega á þá er þetta „think-tank“, eða „hugaveita“ eins og margir vilja kalla þetta á íslensku. Hið rétta er að þetta er ekkert annað en lobbí-hópur ríkra manna í Bretlandi sem eru á móti Evrópusambandinu vegna þess að það kemur í veg fyrir að siðleysi þeirra nái algerum toppi ásamt græðgi þeirra.

Það er lítið að marka svona „think-tank“ af þeirri einföldu ástæðu að þetta dælir bara út skýrsum í samræmi við það sem gengur innandyra. Það er lítið gefið fyrir staðreyndir þarna.

Staðreyndin er nefnilega sú að Bretland hefur grætt gífurlega á því að vera í Evrópusambandinu og það er alveg ljóst að efnahagslegt tap þeirra við að yfirgefa Evrópusambandið yrði gífurlegt.

Nánar um þessi samtök má lesa hérna (Wikipedia). Síðan eru fréttir hérna (viðvörun þetta er The Daily Mail)og síðan hérna (The Indipendent, gömul frétt frá árinu 2012)

Samtökin Heimssýn eru og hafa alltaf verið til mikils tjóns fyrir íslendinga. Enda munu samtök sem hafa það eitt að markmiði að einangra Ísland frá alþjóðlega samfélaginu boða neitt gott. Þessi má geta að Vigdís Hauksdóttir (Framsóknarmykjuþingmaður) er formaður Heimssýnar. Það kemur þó ekki fram á vefsíðu Alþingis eins og lög gera ráð fyrir. Síðast sást til Vigdísar með hausinn í steininum.

Ég tek það fram að ég hef ekki haft upp neinn alvarlegan dónaskap á vefsíðu Heimssýnar. Ef fólk trúir mér ekki, þá getur það bara athugað sjálft hérna. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki haft uppi dónaskap þarna er einföld. Það er miklu einfaldara að mala málflutning þessa fólks með staðreyndum um Evrópusambandið heldur að bölva því. Ég er líka miklu sneggri að taka niður Heimssýn þannig. Með rökum þá geri ég það á helmingi skemmri tíma heldur en að vera með dónaskap. Ég hef auðvitað uppi sterk orð, enda fátt annað hægt vegna þess hálfvitaskapar sem viðgengst innan Heimssýnar og í skrifum þess á internetinu.

Nema núna. Núna ætla ég að vera með dónaskap. Eins og hægt er að lesa hérna fyrir ofan (nema það sem ég ætlaði að setja inn hjá Heimssýn).

Færsla uppfærð klukkan 00:00 UTC þann 6-Maí-2014.