Tilvitnunin sem var ekki sögð

Ofurtrúarmaðurinn Mofi setti á bloggið hjá sér fyrir nokkru lista af tilvitnunum sem eiga að sanna að trúleysi sé vont og illt. Innan um þessar tilvitnanir var þessi hérna tilvitnun eftir Plato, sem var heilum 2300 árum uppi áður en kristni kom fram. Einu guðnir sem Plato trúði á voru hinir Grísku fornguðir. Ólíkt því sem gerist með kristna trú, þá var ekki mikið verið að slást við trúleysingja á þessum tíma, eins og kristin trú gerir í dag.

Tilvitnunin sem mofi setti á bloggið hjá sér er þessi hérna.

Plato
„Atheism is a disease of the soul before it becomes an error of understanding…..“ „No one ever dies an atheist…..“

Ef að þessi tilvitnun lítur eitthvað furðurlega út í þínum augum, þá er það vegna þess að hún er það. Þessi tilvitnun, eftir því sem ég best fæ séð er ekkert nema uppspuni frá rótum. Enda þegar gáð var þá kemur þessi tilvitnun eingöngu fram á vefsíðum sem öfgatrúmenn eru með.

Umrædda tilvitunin er ekki að finna Wikiquites, þar sem að listi yfir tilvitnanir í Plato er uppi. Á answers Yahoo! er útskýring á því afhverju þessi tilvitnun væri ekki eftir Plato.

Öfgakristið fólk hefur aldrei verið mikið fyrir sannleikan, þetta er bara ein sönnun á því.