Tölfræðilegar staðleysur um ESB

Einn andstæðingur ESB hefur undanfarið verið að dreyfa óskemmtilegri lygi um ESB, í þeim tilgangi til þess að menga umræðuna um ESB. Þessi aðferð er mjög algeng þegar þeir hafa ekkert til þess rökstyðja sitt mál.

Staðhæfingin sem umræddur maður heldur á lofti er þessi.

Árangur okkar frá árinu 2000 til núna er þessi:

* Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
* Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
* Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA
* Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
* Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
* Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA
* Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
* Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
* Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA
* Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA

Þetta er allskostar ekki rétt ef staðreyndinar eru skoðaðar. Efnahagur ríkja er mismunandi, bæði eftir því hvort að þau eru nýgengin í ESB eða eru eldri meðlimir að sambandinu.

The World Factbook CIA inniheldur upplýsingar um efnahag BNA og annara landa, það er því gott að nota það til samanburðar þegar á að bera saman efnahag landa. CIA tekur meðal annars saman GDP í ESB og BNA. Þannig að einfalt er að bera það saman.

GDP BNA: $46,000
GDP ESB: $7,000 uppí $69,000

Atvinnuleysi í BNA: 4.6% (2007 est.)
Atvinnuleysi í ESB: 8.5% (2006 est.)

Þetta eru bara heildartölur. Þegar efnahagur ESB er skoðaður þá ber að skoða hann með tilliti til einstakra landa, þar sem að heildin í ESB gefur aðeins vísbendingu um stöðuna í sambandinu. Munurinn á ESB og BNA er einnig sá að Bandaríkin eru ríki, en ESB er eingöngu samband ríkja sem vinna að sameiginlegu markmiði, þeim til góðs.

Blekkingar andstæðinga eru einfaldar og létt verk að fletta ofan af þeim ef maður nennir. Því miður er það þannig að hræðsluáróður virkar. Svipuðum hræðsluáróðri var haldið á lofti þegar Ísland gekk í EES. Það er auðvitað söguleg staðreynd að öll bölsýnin sem átti að gerast við inngöngu Íslands í EES varð ekki að raunveruleika, heldur varð niðurstaðan alveg á hinn vegin.