Tveir afskiptasamir smáborgarar rífast á menn.is

Ég tók eftir því að tveir afskiptasamir smáborgarar eru núna að rífast á vefsíðunni menn.is (þetta er click-bait vefsíða). Þessar manneskjur sem þarna eru að rífast heita Hlynur Kristinn Rúnarsson og síðan Bylgja Babýlons (þetta er gerviheiti. Raunverulegt nafn þessar manneskju er ekki þekkt).

Það sem rifrildið snýst um er hversu mikla afskiptasemi þetta fólk vill viðhafa af öðru fólki. Hlynur styður til dæmis þá gömlu stefnu að banna stelpum að stunda kynlíf þegar þeim hentar og vilja. Hann vill fá að ráða því. Bylgja Babýlóns styður þá stefnu að banna stelpum að stunda kynlíf nema með samþykki annara íslenskra stelpna og annara feminista eins og hennar sjálfrar. Þetta er reyndar ekki orðað svona hjá þeim, en þetta er eingöngu staðreyndin. Það sem skiptir þó máli í þessu öllu saman er að báðir þessir einstaklingar eru afskiptasamir, alveg rosalega afskiptasamir af persónulegu lífi öðru fólks. Maður kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu eftir að hafa lesið (og í tilfellum Bylgju Bablýons, horft á, því miður gerði ég þau mistök nokkrum sinnum) það sem frá svona fólki kemur. Þetta er ekkert nema smáborgaraháttur af verstu gerð og afskiptasemi af ennþá verri gerði. Ég legg til að Hlynur og Bylgja Babýlóns finni sér eitthvað að gera og hætti að skipta sér af persónulegu kynlífi hjá öðru fólki.

Umræddar greinar á menn.is (lesist með ælupoka við hendina)

Íslenskar stelpur lauslátar?
Orðsending frá íslenskri hóru

Síðan ætla ég einnig að benda á það að Bylgja Babýlóns hefur lokað á mig á Facebook. Ég er of frjálslyndur fyrir hennar smekk og stefnu, ég er einnig á móti stjórnsömum íslenskum feministum og það er algert bannorð hjá henni (kemur ekkert á óvart, þetta fólk vill bara heyra sínar eigin skoðanir og ekkert annað).

Bylgja.Babylons.18.07.2014
Lok, lok og læs. Skjáskot af Facebook.