Eftirspurn eftir skoðanakúgun á Íslandi

Það er ljóst eftir átökin með DV að á Íslandi er eftirspurn eftir skoðanakúgun. Þeir fjölmiðlar sem fjalla um spillingu valdamanna eru fljótlega keyrðir í kaf af leppum klíka í íslensku þjóðfélagi, þá sérstaklega þeirra sem eru innan raða Sjálfstæðisflokksins. Enda er ljóst að þessi yfirtaka er í beinu framhaldi af lekamálinu sem hefur verið í kringum Hönnu Birnu, Innanríkisráðherra.

Þetta er eitt helsta vandamál íslendinga. Ósvífnar klíkur sem virða ekki neitt komast upp með taka yfir þá fjölmiðla sem þeim þykja óþægilegir. Á Íslandi er ekki um marga stóra fjölmiðla að ræða, og þá fjölmiðla sem teljast stórir á Íslandi eru núna í dag allir komnir undir stjórn tveggja sérhagsmunaklíka sem hafa undanfarna mánuði verið að renna saman í eina stóra og valdamikla klíku á Íslandi.

Þeir sem trúa því að slíkt muni enda vel lifa í sjálfsblekkingu og heimsku.

One Reply to “Eftirspurn eftir skoðanakúgun á Íslandi”

Comments are closed.