Heimssýn og Morgunblaðið æsa sig yfir tilskipun ESB sem er ekki til

Hvorki Morgunblaðið eða Heimssýn stíga í vitið þegar það kemur að umfjöllun um Evrópusambandið. Enda hatast báðir þessir aðildar útí Evrópusambandið út frá þröngum sjónarmiðum íslenskra sérhagsmuna, sem eru til sakaða fyrir allan almenning á Íslandi. Eitt af því sem Morgunblaðið og Heimssýn gera er orðið mjög rússneskt, það er að dreifa áróðri um Evrópusambandið. Einn slíkur áróður kom fram um daginn. Þar er því haldið fram að Evrópusambandið sé að setja reglugerð eða lög um stærð sturtuhausa. Samkvæmt athugun sem ég gerði, þá er ekkert slíkt á dagskrá hjá Evrópusambandinu. Enda ráða aðildarríki Evrópusambandsins því sjálf hvernig þau haga reglum um notkun vatns innan sinna landamæra.

Það er til fullt af lögum um vatn hjá Evrópusambandinu, en allar þær reglur snúa að gæðum vatns, stjórnun á gæðum vatns og slík atriði. Íslendingar hafa tekið allar þessar reglur upp hjá sér í gegnum EES samninginn (eftir því sem ég kemst næst). Enda fellur þetta undir umhverfismál innan EES samningins að mestu leiti.

Sjá nánar hérna.

Skýrsla um notkun vatns innan ESB (pdf skjal)
Brussels rules out EU-wide water efficiency target (EurActiv)
Water Framework Directive (Wikipedia)
The EU Water Framework Directive (European Union)
Drinking Water (European Union)
Council Directive 98/83/EC of 3 November 1998 on the quality of water intended for human consumption (EUR-Lex)