Rúv.is er mjög hægur vefur

Eins og flestir vita, þá er ruv.is mjög hægur vefur í dag og næstum því vonlaust að nota hann almennilega. Maður þarf kannski margoft að smella á eina frétt til þess að hún komi upp.

Ég tel mig hafa fundið ástæðuna fyrir þessum hæg-gangi á vef rúv. Ástæðunar eru tvær.
1. Of lítil bandvídd, líklega 10 mb út eða 100 mb út.
2. Vitlaus net uppsetning, eins og sjá má hérna fyrir neðan.

Ef að ruv.is er pingað, þá kemur þetta upp.

ping -c 3 ruv.is
PING ruv.is (217.28.180.62) 56(84) bytes of data.
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=1 ttl=122 time=18.7 ms
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=2 ttl=122 time=30.4 ms
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=3 ttl=122 time=38.3 ms

— ruv.is ping statistics —
3 packets transmitted, 3 received, 0% packet loss, time 2000ms
rtt min/avg/max/mdev = 18.763/29.180/38.365/8.051 ms

Það lítur út fyrir að vefur Rúv sé á bak við nat. Eitthvað sem að vefur á stærð við Rúv ætti ekki að vera. Ekki einu sinni ég, með mína smá vefsíður eru með þær á bak við nat, enda myndi slíkt hægja óendanlega á þeim vefsíðum sem ég væri með. Þó svo að umferðin um þær væri lítil.