Skattleysi virkar ekki í efnahagsmálum

Það er boðað í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem núna eru í ríkisstjórn að efnahagsmálin skuli snúast um lága skatta og betri efnahag. Það hefur hinsvegar sannast að raunveruleikinn er annar. Lágir skattar þýða einfaldlega lélegri efnahag og lélegra atvinnulíf fyrir alla. The Daily Show fór ágætlega yfir stöðina þegar hvað gerðist í Kansas í Bandaríkjum þegar svona stefna var sett í framkvæmd. Hægt er að horfa á myndbandið hérna. Jóhann Hauksson fór einnig ágætlega yfir þetta á DV í dag, greinina hans er hægt að lesa hérna.

Þetta er að gerast á Íslandi. Þar sem skattleysisstefan hefur fengið að ráða frá upphafi kjörtímabilsins. Niðurstaðan á Íslandi er að verða sú sama og í Kansas. Ónýtir innviðir samfélagsins og ríkt fólk sem er eingöngu að græða meira. Það sem þarf að gera er að skattleggja ákveðna tekjuhópa þjóðfélagsins alveg upp í 60% af þeirra tekjum á Íslandi, þetta þarf að gilda jafnt um fyrirtæki sem einstaklinga. Þannig er hægt að viðhalda jöfnuði í samfélaginu og tryggja að innviðir Íslands grotni ekki niður eins og núna er að gerast.