Heimssýn bannar gagnrýni

Ég var að skoða Heimsýnarbloggið, en það er blogg hóps fólk sem trúir því að einangrun sé betri heldur en að taka þátt í samfélagi þjóðanna.

Ég hinsvegar tók eftir því þegar ég var að skoða Heimsýnarbloggið að þeir leyfa ekki athugasemdir við pistlana sem þar birtast. Það sama er einnig í gangi á heimsíðu þeirra, engin fær að gangrýna það sem þar er skrifað. Þegar það má ekki gagnrýna eitthvað, þá stafar það yfirleitt af því að skoðanir viðkomandi eru þannig að þær standast ekki gagnrýni. Í dag er þetta þannig að einfalt er að koma í veg fyrir gagnrýni á ákveðnar skoðanir á bloggi og vefsíðum með því að loka á fólk, annað hvort með því að velja út eða loka einfaldlega á alla sem ekki hafa réttar skoðanir. Slíkt er í raun ekkert nema ákveðin lágkúra og pólitísk kúgun á skoðunum, þar sem að það er verið að koma í veg fyrir að fólkið í landinu geti gagnrýnt greinar beint á internetinu. Fólk getur auðvitað ennþá gagnrýnt greinar á sínum eigin bloggum, en slíkt skilar ekki gagnrýnni nægjanlega til þeirra sem hún beinist af. Þetta er einnig mjög kaldhæðnislegt þar sem Heimssýn hefur verið að þykjast vilja umræðu um skoðanir sínar, en augljóst er að það er ekki raunveruleikinn. Ég fann ennfremur nokkuð áhugaverða grein á deiglan.com, ég vara þó við athugasemdaspaminu sem er að finna þarna og hefur ekki verið hreinsað út.

Þar er meðal annars þetta að finna.

Eiga þeir að að heyja yfirvofandi baráttu um aðild að ESB í þessum félagsskap, með fyrrverandi alþingismann Alþýðubandalagsins sem leiðtoga sinn, mann sem t.d. barðist gegn litasjónvarpinu á sínum tíma.

Það segir sína sögu að ef að andstæðingar ESB er fólk sem er á móti öllum framförum hérna á landi, hversu smáar sem þær eru. Í þessum samanburði þá andstæðinar ESB fólkið sem vill halda í svart-hvíta sjónvarpið (eftir að það var búið að vera móti svart-hvíta sjónvarpinu fyrst. Þar á undan var það á móti útvarpinu og símanum) en þeir sem eru með aðild að ESB fólkið sem vill litasjónvarpið og framþróun hérna á landi.

Evrópusamtökin hafa opið fyrir athugasemdir á sínu bloggi og þykir ekki mikið mál. Ég tek það fram ég er búinn að ganga í Evrópusamtökin og gerði það fyrir nokkru síðan.