Ekkert dularfullt við tillögu að lögum ESB um flugelda

Núna er komið upp í umræðunni á Íslandi að tillaga Evrópusambandsins að lögum um flugelda séu eitthvað dularfull. Í Innanríkisráðuneytinu í dag kann enginn á internetið og finnur því ekki nokkurn skapaðan hlut um þessar væntanlegu lög Evrópusambandsins. Hjá Heimssýn eru allir orðnir svo gamlir að þeir hvorki tala ensku eða kunna á tölvur (þeir hafa væntanlega einhvern í vinnu hjá sér við að skrifa þennan þvætting inn á blog.is síðuna sína). Kunna samt ekki að lesa ensku og kunna ekkert á internetið heldur, finna því ekki nokkurn skapaðan hlut og vita því ekki neitt í kjölfarið.

Tillögur Evrópusambandsins að lögum um flugelda eru ekkert dularfullar og er að finna hérna.

Making fireworks in the EU safer (annar tengill hérna) (2013)
European measures for safer fireworks (2006)

Eins og þetta lítur út núna (skrifað í Janúar 2015), þá er Evrópusambandið ekki með neinar sameiginleg lög varðandi flugelda. Það er ennþá verið að semja þau lög og þar sem Ísland er bara aðili að EES samningum, þá hafa íslendingar nákvæmlega ekkert um þau lög að segja, loksins þegar þetta kemur sem samþykkt lög frá Evrópusambandinu eftir einhverja mánuði eða ár.