Bændasamtökin og framsóknarflokkurinn blekkja íslensku þjóðina

Í fréttum kvöldins af búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands var það helst að frétta að Bændasamtök Íslands eru á móti verslun á Íslandi. Í þeim tilgangi er sú blekking notuð að vöruverð á Íslandi sé lægra en í nágrannalöndunum (Danmörk, Svíþjóð, Noregi). Sú fullyrðing er röng, enda er Ísland eitt af dýrustu löndunum af norðurlöndunum, eingöngu Noregur er dýrari (stundum) og dýrasta land í Evrópu er Svissland. Tölur frá árinu 2013 setja Noreg sem dýrasta land í Evrópu, þá var Ísland frekar neðarlega á þeim lista. Þessar tölur er hægt að skoða hérna.

Það sem er ekki tekið fram í þessari umræðu er sú staðreynd að á Íslandi er rekin láglaunastefna, á meðan matvæli og annað er mjög dýrt og stór hluti af kostnaði fólks sem er á mjög lágum launum. Staðreyndin er hinsvegar sú að langflestir íslendingar eru á mjög lágum launum þó svo að þeir vinni fullan vinnudag og séu jafnvel í tvöfaldri vinnu eða þrefaldri vinnu (unnið í sumarfríum).

Innflutt matvæli á Íslandi eru tollalögð upp í þak og eru tollar oft stór hluti af verðinu. Þetta er einnig orðið verra síðan Jón Bjarnarson (núverandi formaður Heimssýnar) breytti útreikningum varðandi tolla þannig að meira er borgað fyrir innfluttar vörur er áður var gert [sjá hérna, hérna og hérna]. Þetta hefur ýtt verðlagi upp á innfluttum vörum á síðustu árum. Framsóknarflokkurinn sem er núna með Landbúnaðarráðuneytið hafa ekki breytt þessu til baka og hafa engan áhuga á því.

Ef íslendingar vilja breytingar á matvælaverði og almennt breytingar á því hvernig hlutirnir eru á Íslandi. Þá verða þeir að hætta að kjósa framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn til valda. Þar sem báðir þessir stjórnmálaflokkar eru afturhaldsflokkar sem stefna að einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Eins og hefur sést hvernig haldið hefur verið á málum á núverandi kjörtímabili [2013 – 2017].

Fréttir af þessu máli

Verslunin taki of mikið til sín (Rúv.is)