Heimssýn neitar að ræða Evrópusambandið

Það er ómerkileg grein sem starfsmenn Heimssýnar skrifa á bloggsíðu þeirra núna í kvöld. Þar er því haldið fram að Heimssýn þori að ræða málin, á meðan Evrópusinnar þori því ekki. Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum, þar sem Heimssýn hefur aldrei þorað að ræða málin um Evrópusambandið. Enda er það svo að í dag eru umræður á bloggsíðu Heimssýnar eingöngu stundaðar af andstæðingum Evrópusambandsins og inngöngu Íslands þar inn. Það sem Heimssýn hefur gert er að banna þá sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Á þeim grundvelli að “dónaskapur” hafi verið viðhafður, breytir þá engu andstæðingar Evrópusambandsins hafa oft vaðið þarna uppi með skít, hótunum og lygum um menn og málefni. Umræddir aðildar fá ennþá að tjá sig á bloggsíðu Heimssýnar í dag.

Það er ekki flókin staðreynd að sjá afhverju þetta stafar. Heimssýn og andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi hafa ekkert til síns máls. Enda hafa “rök” þeirra verið tekin sundur af öllum sem nenna að gera slíkt. Enda halda “rök” þeirra ekki vatni frekar aðrar lygar sem frá þeim hafa komið, gott dæmi um slíkt kom fram í kvöld þegar Vigdís Hauksdóttir hélt því fram að Evrópusambandið væri Lisabon sáttmálinn [sáttmálann er hægt að lesa hérna í heild sinni]. Lisbon sáttmálinn er bara einn af mörgum sáttmálum sem er í gildi innan Evrópusambandsins. Það að halda öðru fram er lygi í versta falli og blekking í besta falli. Þetta vill Heimssýn ekki ræða og hefur aldrei viljað ræða, enda grípa samtökin og fólk sem þar er innandyra alltaf til blekkinga og lyga þegar á að fara að ræða málin af alvöru. Haga sér í raun eins og óþroskaðir fábjánar þegar á að fara ræða málin af fullri alvöru. Það hefur einnig sannast í gegnum tíðina að innan Heimssýnar er gífurleg vanþekking á Evrópusambandinu, þar er frekar trúað áróður og lygar erlendis frá, áróður sem oftast á uppruna sinn til ýmissa öfgasamtaka og öfgafólks sem finnst í Evrópu.

Áróður Heimssýnar helst ennfremur í hendur við þann áróður sem Bændasamtök Íslands breiða út í gegnum Bændablaðið. Þar hef ég oft lesið eina og fleiri þvælu um Evrópusambandið og landbúnað innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld, það er bandalag milli Heimssýnar og Bændasamtaka Íslands (og framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins) um andstöðuna gegn aðild Íslands að Evrópusambandsins og ekkert er heilagt og virt í þeirri baráttu, eins og dæmin hafa sannað á undanförnum árum og núna nýlega. Það er einnig ljóst að andstæðingar Evrópusambandsins munu aldrei fást til þess að ræða hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þeir einfaldlega hafa ekki áhuga á því og hafa aldrei haft hann. Það eina sem mun gerast á næstunni er aukinn áróður mun koma frá Heimssýn og tengdum aðilum varðandi það hversu “slæmt” Evrópusambandið sé, þó án þess að nefna nokkur dæmi eða staðreyndir máli sínu til stuðnings.