Ritskoðun og bönn á Facebook – Fjölmiðlanördar

Hinir silkimjúku íslensku fjölmiðlar eru í raun ganglaust drasl. Enda er silkið lygi og íslenskir fjölmiðlar eru oftar en ekki reknir af einstaklingum sem lyppast niður eins og leir þegar valdið og fjármagnið talar til þeirra. Þessir sömu einstaklingar lyppast einnig niður þegar valdamiklir hópar innan þjóðfélagsins fá að tjá sig óhindrað um málefni dagsins án þess að fá á sig gagnrýni. Ástæðan fyrir þessum skorti á gagnrýni er mjög einföld. Umrædd gagnrýni er barin niður með harðri hendi, ritskoðun og kúgun á Íslandi. Það eru til undantekningar frá þessu en þær endast aldrei lengi og enda oft í því að verða teknir yfir enda fara í gjaldþrot eftir einhvern fjölda ára vegna áróðurs gegn þeim í samfélaginu (áróður gegn DV áður en það var tekið yfir fyrr árinu 2015 er mjög gott dæmi um slíkt).

Á Facebook er umræðuhópur tileinkaður íslenskum fjölmiðlum, þessi hópur (eða group) kallast Fjölmiðlanördar. Hópurinn er ætlaður fyrir umræðu um fjölmiðla á Íslandi og í víðara samhenginu. Gallin er bara sá að víðara samhengið er ansi þröng skilgreint og er skilgreint af þröngum hópi stjórenda Fjölmiðlanörda. Þessi hópur stjórenda starfar ekki samkvæmt nenni ákveðinni reglu og reglur þessa hóps virðast meira vera skrautskrift á veggnum frekar en eitthvað sem farið er eftir. Enda er það bara á Íslandi sem ákveðinn hópur fjölmiðlamanna fær að komast upp með svona mikið kjaftæði, í nágrannaríkjunum væru þessir fjölmiðlamenn ekki í vinnu við fjölmiðla enda gjörsamlega vanhæfir í slík störf.

Það sem gerðist í Fjölmiðlanördum var eftirtalið. Tengt var inná þetta hérna myndband (youtube) með þeirri athugasemd að fjölmiðlar á Íslandi væru frekar slæmir í umræðunni um varðandi ofbeldi gegn körlum og öðrum hlutum. Einnig að þeir tæku frekar þátt í umræðu íslenskra feminista frekar en að fjalla um málefnin frá jafnréttissjónarmiði, þar sem að íslenskir fjölmiðlar væru kannski frekar hallir undir sjónarmið íslenskra feminista. Það er mín skoðun að þau sjónarmið eru frekar af öfgakenndari gerðinni. Sú skoðun mín var staðfest nærri því samstundis þegar Hildur Lilliendahl (nei, ég ætla ekki að tengja í Facebook síðuna hennar eða Twitter aðganginn) kom inn í umræðuna og byrjaði strax að trölla hana með látum og leiðindum. Eins og sjá má á eftirtalinni mynd.

Hildur.Lilliendahl.10.04.2015

Hildur Lilliendahl að trölla Facebook hópinn Fjölmiðlanördar. Hún var ekki bönnuð frá hópnum eftir því sem ég kemst næst.

Það svar sem hún setti inn upphaflega var eytt áður en ég gat tekið mynd af því. Hildur hafði ekki svarað upphafsinnlegginu málefnalega og gerði tilraun til þess þann tíma sem ég sá þráðinn. Vegna þess að Andrés Magnússon er búinn að banna mig útúr hópnum fyrir það svar sem ég kom með síðast í myndinni að ofan og ég sé enga umræðu eftir það. Á sama tíma og Hildur var að trölla þráðinn með útúrsnúningum og leiðindum, flest af þeim svörum var reyndar einnig eytt áður en ég náði mynd af þeim. Hugsanlega var hún að trölla þráðinn eftir að ég var bannaður, mér þykir það líklegt en ég er þó langt frá því að vera viss.

Andres.Magnusson.10.04.2016

Andrés Magnússon sendi mér síðan þetta yfir skilaboðakerfi Facebook. Ég neita alltaf að gefa eftir hótunum um sjálfsritskoðun. Sérstaklega þar sem ég hafði og hef efnislega rétt fyrir mér í því svari sem ég kom með þarna. Það mál vel vera (og mjög líklegt) að Andrés Magnússon sé vanur því að stunda sjálfsritskoðun og gefa eftir þegar hann hefur rétt fyrir sér í þeim fréttum sem hann vinnur. Ég hinsvegar tek slíkt ekki í mál og hef aldrei gert það síðan ég byrjaði að tjá mig á internetinu. Þó svo að slíkt kosti mig bönn eins og hérna.

Andres.Magnusson.10.04.2016.b

Ég varaði síðan Andrés Magnússon við því að ég mundi gera hann frægari en hann óskaði sér. Ég sendi aldrei svona skilaboð nema að ég ætli mér að standa við þau ef ég mögulega get. Það er einnig nauðsynlegt að setja þetta í samhengi, Andrés Magnússon vinnur á Viðskiptablaðinu, sem er eitt helsta málgagn öfga-nýfrjálshyggjunnar og sjálfstæðisflokksins á Íslandi.

Þessi atburðarrás er einnig það sem er að svo mörgum íslenskum fjölmiðlum. Síðast þegar fjölmiðill (DV) stóð upp í hárinu á þeim sem hafa sölsað undir sig völdin á Íslandi þá var DV einfaldlega tekið yfir og allir með óþægilegar skoðanir einfaldlega reknir og þægilegra fólk ráðið í staðinn. Ég þekki engin slík dæmi í öðrum vestrænum fjölmiðlum, önnur dæmi þar sem ég þekki að slíkt eigi sér stað er í afskaplega vafasömum ríkjum sem þykjast vera lýðræðisleg en í reynd eru það ekki.

Hópurinn Fjölmiðlanördar á Facebook er orðin eins og svo margir íslenskir fjölmiðlar. Gagnlaust drasl og það væri best fyrir þennan hóp að loka bara strax. Enda er hópurinn hættur að þjóna tilgangi sínum ef gagnrýni er ekki heimil á manneskjur sem hafa farið með offorsi í fjölmiðlum á Íslandi og síðan koma inn í hópinn og eyðileggja umræðuna þar með tröllshætti og leiðindum, sem allir hafa rétt á gagnrýna og verjast.

Að lokum er síðan upprunlega innleggið. Ég hef þá reglu að láta Facebook senda mér allt sem hægt er að senda mér í tölvupósti og þar fann ég sem betur fer það innlegg sem Hildur Lilliendahl fór í tröll gírinn yfir. Þarna er hægt að sjá hvað gerist þegar öfgar eru gagnrýndar á Íslandi.

Upprunalegt.innlegg.10.04.2015
Gagnrýni er ekki vel liðin á ákveðna hópa á Íslandi eins og umrædd atburðarrás hefur sannað. Upphafsmaður þessar umræðu var farinn að meðaumka sig (að mínu áliti) í síðasta svari sem ég fékk í tölvupósti svo að það komi fram.

Það breytir mig litlu þó svo að ég hafi verið bannaður frá þessum hóp á Facebook. Ég get ennþá tjáð mig hérna án vandamála og íslenskir fjölmiðlar munu halda áfram að vera getulausir þegar það kemur að alvarlegum málum. Það er einnig ljóst að íslenskir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafa ekkert lært ef efnahagshruninu árið 2008. Það er þó önnur grein sem ég mun fara betur í síðar (hvenær er ekki ákveðið ennþá).