Síminn heldur áfram að slökkva á NMT sendum

Síminn hefur haldið áfram að slökkva á og taka niður NMT senda. Þetta er hluti af þeirri staðreynd að NMT kerfið verður lagt niður á næsta ári. Það verður slökkt á NMT kerfinu í Janúar 2009, líklega fljótlega eftir áramótin.

Ég hef verið að reyna að fylgjast með því hvar er verið að slökkva á NMT sendum, því miður liggja þær upplýsingar ekki á lausu. Hinsvegar veit ég að slökkt hefur verið á hluta af þeim NMT sendum sem eru á Vestfjörðum, einnig sem mig grunar að slökkt hafi verið á NMT sendinum sem var í Víðidal í Húnaþingi Vestra. Eftir því sem ég best veit þá hefur ekki verið slökkt á NMT sendinum á Blöndósi og á Vatnsnesfjalli fyrir ofan Hvammstanga. Einnig held ég að ekki hafi verið slökkt á öllum NMT sendum á Ströndunum. Einnig sem komið hefur fram í fréttum að slökkt hefur verið á NMT sendum á austurlandi og væntanlega einnig fyrir sunnan og á norðurlandi.

Ef einhver veit hvar slökkt hefur verið á NMT sendum að þá hefði ég gaman að fá að vita af því.

Ég hefði einnig gaman að því að fá að vita hvernig staðan er á uppbyggingu á CDMA-450 kerfinu (langdrægt 3G) sem á að taka við af NMT kerfinu á næsta ári. Það á víst að opna það kerfi í haust samkvæmt tilkynningu frá Símanum, en meira hefur ekki komið fram hjá þeim varðandi það kerfi. Síminn hefur verið með tvo CDMA-450 (CDMA2000) senda í gangi á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2007.