Ríkisstjórn er án umboðs Alþingis varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki sótt umboð til Alþingis til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það gerir bréfið sem Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sendi til Evrópusambandsins að markleysu. Allt tal um að Ísland sé búið að draga umsóknina að Evrópusambandinu til baka er markleysa og þjónar engum öðrum tilgangi en að ljúga að íslensku þjóðinni að búið sé að draga umsóknin Íslands að Evrópusambandinu til baka. Ríkisstjórn Íslands ætti nú þegar að segja af segja af sér vegna þessa máls og annara sem hafa komið upp undanfarið, enda er ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki fær um að stjórna Íslandi og er í reynd í þjónustu stórra fyrirtækja og hagsmunaaðila á Íslandi, slíkt á auðvitað ekki að líðast á Íslandi og því á að stoppa það án tafar.

Ísland er ennþá skráð hjá ESB sem hugsanlegt aðildarríki (Candidate state) eins og sjá má hérna og hérna. Þessari stöðu verður ekki breitt án heimildar frá Alþingi Íslands og það er alveg ljóst að sú heimild er mun ekki fást áður en þessu kjörtímabili líkur.