Það er Rússi í ríkisstjórn Íslands

Það er Rússi í ríkisstjórn Íslands, reyndar ekki einn, þeir eru nokkrir og þeim er sama um mannréttindi, landamæri ríkja í Evrópu og viðskiptaleg tengsl Íslands við Evrópu og umheiminn í heild sinni. Þær fullyrðingar hafa verið settar fram á Ísland, í fullri alvöru að Evrópusambandið hafi sett viðskiptaþvinganir á Rússland. Það er ekki rétt og hefur aldrei verið rétt. Hið rétta er að þvinganir hafa verið settar á Pútin, samstarfsmenn hans, fyrirtæki í þeirra eigu auk banka og annara þætti sem snerta starfsemi þeirra. Hvorki Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og fleiri ríki sem taka þátt í þessum aðgerðum hafa sett á viðskiptabann við Rússland, eins og hefur verið haldið fram af mörgum þingmönnum undanfarna daga. Rússland hefur hinsvegar sjálft sett á víðtækar efnahagsþvinganir í hefndarskyni fyrir þær refsiaðgerðir sem settar hafa verið á Pútin og viðskiptafélaga hans. Þessar aðgerðir Pútíns koma auðvitað verst niður á almenningi í Rússlandi en það er ekki það sem almenningur fær að heyra í fjölmiðlum þar í landi. Ástæðan er stöðugur áróður um annað og það kaupir almenningur í Rússlandi.

Á Íslandi er kominn upp sá áróður að Evrópusambandið, Bandaríkin, Kanada og fleiri hafi sett á viðskiptabann á Rússland. Eins og ég hefni að ofan þá er þetta ekki rétt, síðan af afskaplega undarlegum ástæðum þá hafa áróðursfréttir rússneskra fjölmiðla ratað í fréttir á Íslandi um stöðu landbúnaðarmála í Rússlandi.

Sú krafa SFS um að íslendingar eigi að fórna stöðu sinni með vestrænum ríkjum er fáránleg. Það er einnig fáránlegt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar skuli fara út fyrir valdsvið sitt og skipta sér af utanríkismálum íslendinga. Það er ekki í starfslýsingu forseta Íslands að gera slíkt og hefur aldrei verið. Hérna er forseti Íslands að brjóta þrískiptingu valds á Íslandi, misnota vald sitt og taka sér völd sem hann hefur ekki samkvæmt stjórnskipun Íslands. Bara fyrir brot á einu af þessu ætti Ólafur Ragnar að segja af sér. Fyrir að fara svona langt út fyrir valdsvið ætti Ólafur Ragnar að sæta rannsókn Alþingis. Slíkt mun aldrei gerast, enda er Ólafur tryggður með núverandi stjórnarflokka við völd.

Það er þó að almenningi á Íslandi stafar stórhætta af þessu valdabrölti forseta Íslands og þeim sem hann er að tengja við Ísland. Það er nefnilega að staðreynd að það er mjög slæmt fyrir íslendinga að vera tengdir Rússlandi á þann hátt sem forseti Íslands og fleiri eru að tengja landið saman við. Slíkt getur og hefur skaðað viðskiptahagsmuni Íslands til mikilla muna, mun meira heldur en viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi.

Ef einhver að velta því fyrir sér afhverju Færeyjar eru ekki í viðskiptabanni. Þá er svarið mjög einfalt. Færeyjar eru ekki ríki, þó svo að þeir njóti umtalsverðar sjálfstjórnar. Færeyjar eru einfaldlega settir undir viðskiptabannið sem Danmörk er í af hálfu Rússlands. Það sama gildir væntanlega um Grænland, þó svo að það sé sjálfstætt ríki undir dönsku krúnunni.

Fréttir af stöðu mála í Rússlandi (BBC News)

Food sanctions hit Russian shoppers’ pockets (2014)
Russian propaganda machine ‘worse than Soviet Union’ (2014)