Ótækt ríkisstjórn á Íslandi

Það er ótækt að hvorki framsóknar eða sjálfstæðisflokkur ætli sér að sitja áfram við völd til enda kjörtímabilsins. Það er algjör óhæfa að þeir jafnvel hugsi sér það, enda er Bjarni Ben, fjármálaráðherra flæktur í hneykslismálin sem tengjast Panamaskjölunum (auk bankareikninga í Sviss) og einnig Ólöf Nordal sem er einnig gjörspillt samkvæmt þessum skjölum. Það er ekki hægt að hafa þetta svona. Einnig sem að Sigmundur Davíð hættir ekki, heldur verður hann bara almennur þingmaður. Þetta kallast að bíta höfuðið að skömminni og þetta er algjör vanvirða við íslensku þjóðina, lýðræðið á Íslandi og Alþingi.

Síðan er ljóst eftir fréttir kvöldins (06-Apríl-2016) að hvorki framsóknarflokkur eða sjálfstæðisflokkur ætla sér að halda kosningar í haust. Þeir ætla kannski að gera það ef þeir fá sínum málum framgengt. Þetta er ekki hegðun sem hægt er að líða, enda er það svo að bæði framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur hafa áður svikið þjóðina um kosningar sem þeir lofuðu (um áframhaldandi aðildarviðræður Íslands og ESB). Það er því engin ástæða til þess að treysta þessum loforðum þeirra í dag.

Enda er það svo að forseti Íslands verður að rjúfa þing og boða til kosninga. Enda er ríkisstjórninni ekki treystandi til þess eins og atburðir gærdagsins (06-Apríl-2016) sýna og sanna. Samkvæmt stjórnskipun Íslands þá getur forseti Íslands boðað til kosninga og rofið þing án samþykkis núverandi ríkisstjórnar og formanna þeirra. Þetta er varaleið til þess að viðhalda lýðræði á Íslandi ef ríkisstjórnin skyldi verða stjórnlaus eða eitthvað annað gera sem gerði hana óstjórnhæfa og ófæra um að taka ákvarðanir. Núna í dag er sá tími kominn, ríkisstjórn Íslands er orðin stjórnlaus, gjörspillt og óhæf til þess að taka ákvarðanir sem varða Ísland eða nokkurn skapaðan hlut. Það verður að rjúfa þing nú þegar og boða til kosninga eftir ekki minna en 45 daga.