Siðleysi í íslenskum stjórnmálum heldur áfram

Siðleysið í stjórnmálum á Íslandi heldur áfram. „Ný“ ríkisstjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er sú sama og áður var. Nokkur nöfn hafa breyst en engin raunveruleg breyting hefur átt sér stað í raun. Fjármálaráðherra (Bjarni Ben) er þessa stundina að leggja lokahönd á kerfi laga sem tryggja að hann getur, án samráðs við nokkrun mann selt Landsbankann og Íslandsbanka til vina sinna og kunningja, eins og gert var með Borgun á síðasta ári.

Það er einfaldlega ekki hægt að líða svona hegðun á Íslandi lengur, og hefði í raun aldrei átt að gera það. Þar sem þetta skaðar hagsmuni íslensku þjóðarinnar og veldur gífurlegu tjóni til lengri tíma.

Þetta er einnig svindl og svínarí. Slíkt á aldrei að líða og slíkt endar alltaf illa.