Draumaheimur Heimssýnar hrinur og verður að engu

Draumaheimur Heimssýnar þar sem ríki eru einangruð og standa í basli ein og án viðskiptabandalaga. Þessi heimsmynd þeirra er ekkert nema draumsýn og er ekki sambandi við neinn raunveruleika. Staðreyndin er sú að öll ríki í heiminum þurfa að viðhalda góðum viðskiptasamböndum og helst vera í þjóðabandalögum eins og Evrópusambandinu.

Núna hlakkar í Heimssýn vegna væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Staðreyndin er hinsvegar sú að markaðurinn er búinn að fella sinn dóm og sá dómur er að ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu, þá muni efnahagurinn þar verða mjög slæmur, enda er fjármagnið farið að leita frá Bretlandi til annara ríkja í Evrópu. Það sama mundi gerast á Íslandi ef íslendingar færu úr EES, eins og þetta fólk vill.

Heimssýn er í reynd ekkert nema hópur öfgafólks úr öllum áttum sem vill og hefur eingöngu áhuga á því að einangra Ísland og íslendinga, koma þannig í veg fyrir réttmæta samkeppni innanlands og aukin markað fyrir íslenska framleiðslu í Evrópu. Helstu áhugamál þessa fólks er að viðhalda því kerfi sem er núna á Íslandi, kerfi sem byggir á einokun fárra fyrirtækja, sem halda þannig verðlagi háu á Íslandi og valda því að verðlag á Íslandi er almennt mun hærra en í öðrum ríkjum Evrópu, jafnvel þó svo að Ísland sé eingöngu borið saman við hin norðurlöndin.