Engin tækifæri fyrir íslendinga vegna úrsagnar Bretlands úr ESB, hrun í útflutningi til Bretlands yfirvofandi

Það eru engin tækifæri fólgin í því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu fyrir íslendinga. Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu mun gera stöðu íslensks útflutnings til Bretlands mun erfiðari en er núna í dag. Útflutningurinn mun ekki stoppa en verður erfiður og hátt tollaður af Bretlandi þegar fram líða stundir. Það er því mestar líkur á því að útflutningur frá Íslandi til Bretlands muni hrynja þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu. Það er ekki víst að eldri samningar íslendinga við Bretland muni taka gildi við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu, þar sem þeir eru tæknilega úreltir í því viðskiptaumhverfi sem er ríkjandi í dag. Síðan er ekki víst að þessir gömlu samningar henti Bretum til lengri tíma.

Það er mikil hætta á því að efnahagskreppan í Bretlandi muni hafa talsverð áhrif á Íslandi, sérstaklega meðan nýrra markaða er leitað fyrir íslenskan útflutning. Það mun taka tíma og kosta einhverja fjármuni, kostnað sem íslendingar munu bera í talsverðan tíma.