Ofstækisfullir fjölmiðar framsóknarflokksins

Ég skrifaði athugasemd við frétt á Eyjan.is (sem er framsóknarfjölmiðill), athugasemd mín er hörð en var ekki dónaleg. Hinsvegar tók Eyjan þá ákvörðun að eyða athugasemdinni, sem þýðir að eyjan er farin að leggja út í að vernda þingmenn og aðra opinbera aðila fyrir viðbrögðum og eðlilegri gagnrýni. Sérstaklega þegar menn eins og Brynjar Níelsson eru að tala bara tóma þvælu útí loftið.

Bjánaleg athugasemd Brynjars Níelssonar, sem er þessi hérna (sjá að neðan) er einfaldlega röng og bendir til þess að hann sé einfaldlega hálfviti.

Birtingamynd lýðræðisástar margra í þessum hópi var því all sérkennileg þegar niðurstaða lá fyrir í Brexit kosningunum. Meirihluti breskra kjósenda var ekki bara steikt gamalmenni, heldur að auki öfgafólk, rasistar og populistar. Var helst að skilja að fólk eldri en fertugt ætti ekki að eiga rétt til að kjósa, að minnsta kosti ekki þeir sem kusu vitlaust. Einnig er fjargviðrast yfir því að Cameron skyldi leyfa þjóðina að kjósa um aðildina, slík er lýðræðisástin. Mér sýnist að þeir háværustu í þessum hópi séu þeir sömu og gjarnan segja að íslenskir kjósendur séu heimskir þegar þeir kjósa núverandi stjórnarflokka.

Tengill á Facebook athugasemdina.

Upphaflega athugasemd var á þá leið Brynjar Níelsson hefði einfaldlega rangt fyrir sér í þessu og vísaði ég í tvær fréttir og hann væri einfaldlega heimskur að halda öðru fram og það væri rangt hjá honum. Ég vísaði einnig í tvær fréttir máli mínu til stuðnings. Þær fréttir er hægt að lesa hérna fyrir neðan. Síðan er það óumflýjanleg staðreynd að andstæðingar ESB lugu til um allt sem þeim datt í hug að ljúga til um varðandi það sem mundi gerast ef Bretland færi úr Evrópusambandinu. Andstæðingar ESB í Bretlandi hafa síðan verið á flótta undan sínum eigin loforðum síðan kosningin fór fram og úrslitin urðu ljós.

Ég setti síðan inn aðra athugasemd inná Eyjan.is, við sömu frétt þar sem ég fordæmdi eyjan.is fyrir ritskoðunartilburði og þöggun. Þar sem þetta er ekkert annað á meðan athugasemdin er í góðu lagi. Þar sem Eyjan.is er komin á lista yfir fjölmiðla sem ég treysti alls ekki, þá tók ég skjáskot af þeirri athugasemd og það var eins gott, vegna þess að fábjáninn sem situr í dag og ritskoðar athugasemdir sem eru honum ekki að skapi eyddi seinni athugasemdinni einnig.

eyjan.is.athugsemd.frett.ofstaekisfull.vidbrog.svd.27.06.2016
Athugasemd sem ég setti inná eyjan.is en var eytt af ritskoðunaróðum starfsmanni Björns Inga. Eins og vænta mátti af ofstækisfullum framsóknarmönnum á valdafylleríi.

Það er alveg orðið ljóst að eyjan.is er ekki fjölmiðill sem hægt er að treysta á fyrir heilbrigða umræðu um málefni dagsins, þar sem skoðanir sem ekki eru framsóknarflokknum eða sjálfstæðisflokknum er einfaldlega eytt út. Ég vona því að þessi fjölmiðill, ásamt DV.is og fleiri fjölmiðlum sem Björn Ingi „á og rekur“ í dag fari sem fyrst á hausinn. Það er nefnilega hægt að gera svo miklu betur en hafa meirihluta allra vefmiðla undir stjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins á Íslandi (þetta er samvinnuverkefni þeirra og hefur verið augljóst í nokkurn tíma). Fjölmiðlum þar sem alvöru gagnrýni kemur ekki fram og hefur ekki komið fram í mörg ár, eða síðan Björn Ingi fór og keypti þessa fjölmiðla upp útá skuldir sem hann þarf líklega ekki að borga til baka.

Brynjar Níelsson er ennþá fífl og það mun ekkert breytast á næstunni.

Fréttir af einangrunarhyggju, kynþáttahyggju og árásum í Englandi í kjölfarið á kosningum um útgöngu Bretlands úr ESB

Cameron condemns post-Brexit xenophobic and racist abuse (The Guardian)
Spate of racist attacks blamed on Brexit vote (The Telegraph)