Dreifing sjónvarps á Íslandi

Á Íslandi er sjónvarpi dreift með tvennum hætti, með DVB-T og DVB-T2 og síðan IPTV. Dreifing sjónvarps um ljósleiðara er í gengum IPTV eftir því sem ég kemst næst. Gallin við IPTV er sá að fólk þarf að vera með sérstök box frá Símanum eða Vodafone til þess að geta fengið sjónvarpsdagskrána. Á Íslandi er DVB-C ekki notað.

Árið 2017 á að verða búið að loka MMDS stjónvarpsdreifingakerfinu, sem sendir út á 2600Mhz þar sem það á að taka það tíðnisvið undir LTE þjónustu (4G). Í Reykjavík, Hafnarfirði og víðar eru margir kílómetrar af sjónvarpskapli sem er ónotaður í dag vegna þess Síminn lagði niður þá þjónustu fyrir mörgum árum síðan. Í þennan sjónvarpskapal væri alveg hægt að flytja allar þær sjónvarpsrásir sem Vodafone sendir út yfir örbylgju í dag, auk þess að bjóða uppá útvarpsþjónustu (FM) á sama sjónvarpskapli. Ég veit ekki hvernig ástandið er á þessu ónotaða dreifikerfi eftir margra ára notkunarleysi.

Eins og segir hérna að ofan þá er sjónvarp yfir ljósleiðara eingöngu í boði á Íslandi sem IPTV þjónusta. Það er hinsvegar ekkert vandamál í dag að bjóða þá þjónustu upp yfir venjulegan sjónvarpskapal ef fjarskiptafyrirtækin á Íslandi hefðu áhuga á slíku. Þar sem í Danmörku eru framleidd ljósleiðarabox sem eru fær um slíka þjónustu (hérna er eitt slíkt box). Þar sem ég er búsettur í Danmörku er með internet yfir ljósleiðara þá fékk ég svona box uppsett og það virkar bara mjög vel hjá mér og sjónvarpsmerkið sem það skilar er mjög gott. Þetta er hentug lausn, sérstaklega þar sem þá er hægt að nota það sem er innbyggt í sjónvarpinu (DVB-T/T2 eða DVB-C) til þess að taka á móti sjónvarpsmerkinu án þess að vera með sérstakt sjónvarpsbox eins og er í dag.