Einokunarstefna Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar

Á Íslandi er rekin einokunarstefna í verslun. Þessi einokunarstefna snýst um að koma í veg fyrir samkeppni í vöruflokkum sem varða kjötframleiðslu á Íslandi og síðan framleiðslu á vörum sem tengjast mjólkurvörum (smjör, osti og öðru slíku). Hart hefur verið gengið fram á undanförnum árum til þess að tryggja þess einokun og í tilfelli mjólkurframleiðslu er staðan sú að MS (Mjólkursamsölunnar) er í dag undanþegin samkeppnislögum og sanngjörnum viðskiptaháttum. Í tilfelli kjötframleiðslunnar þá eru einfaldlega sett fáránleg skilyrði sem í reynd koma í veg fyrir innflutning á ferskri kjötvöru.

Ofan á þetta er síðan allt saman tollað upp í þak og helst aðeins meira með því að nota reikniaðferðir sem eru gerðar til þess að halda tollum háum og gera innflutning eins óhagkvæman og hægt er (þetta var í boði Jóns Bjarnarsonar og Vinstri Grænna, hvorki framsóknarflokkur eða sjálfstæðisflokkur breyttu neinu þar um á síðasta kjörtímabili). Það er einnig þannig að ostar, smjör og annað slíkt er tollað uppí þak á Íslandi til þess að viðhalda einokunarstefnu íslensks landbúnaðar í gangi.

Afleiðingin af þessari stefnu er mjög augljós, miklu hærra matvælaverð á Íslandi en í nágrannalöndum (undanskilin eru ríkin Noregur, Sviss og Lichtenstein sem eru öll utan ESB og hafa einnig mjög hátt matvælaverð af svipaðri ástæðu). Þetta þýðir einnig verri gæði til neytenda á Íslandi og kemur ofan á það að íslenskir bændur geta ekki flutt umframframleiðslu til annara ríkja í Evrópu. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri hægt að selja alla umframframleiðslu á lambakjöti á markað innan Evrópusambandsins. Framtíðarhugsun þessa fólks er nákvæmlega engin og þetta fólk virðist ekki hafa neina hugmynd hvernig á að stunda hagsæld viðskipti við umheiminn. Enda hefur þetta fólk farið í afgangsmarkaði, eins og Rússland (þar sem lambakjötið er selt á mjög lágu verði til neytenda þar í landi) til þess að selja lambakjötið, í stað þess að einbeita sér af betri mörkuðum eins og Evrópusambandinu og þeim ríkjum sem þar eru.

Í þeim mótrökum sem notuð hafa verið þá snúast þau nær eingöngu um andstöðu við innflutning á lambakjöti til Íslands. Þetta er fáránlegt, þar sem ljóst er að það verður ekki neinn innflutningur á lambakjöti til Íslands, sá markaður er alveg mettaður á Íslandi og hefur verið það lengi. Mest yrði um innflutning að ræða á nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi, þar sem sá markarður er ekki mettaður og innlendir framleiðendur geta ekki framleitt nægjanlegt kjöt fyrir þann markað á Íslandi og hafa ekki náð að standa undir eftirspurn í mörg ár (eftir því sem ég kemst næst).

Það yrði mikið og stórt framfaraskref fyrir íslenska bændur ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Enda mundi það opna aðgang að 500 milljón manna markaði og stórauka útflutning og tekjur íslenskra bænda í kjölfarið. Enda væri þá hægt að selja alla umframleiðslu á lambakjöti á markað í Evrópu á góðu verði. Sú afstaða íslenskra bænda að vera andstæðir inngöngu í Evrópusambandinu jafngildir því að henda peningum útum gluggann og er fáránleg og jafnframt mjög heimskuleg efnahagslega og framleiðslulega.