Útlendingastofnun er ennþá í mannréttindabrotum og dauðadómum

Hin hjartalausa og mannvonskustofnun Útlendingastofnun heldur áfram að vísa fólki frá Íslandi sem kemur frá stríðshrjáðum löndum. Núna á að fara að senda fjölskyldu aftur til Afganistan í gegnum Þýskaland vegna þess að dyflinnarreglugerðin heimilar slíkt, þó svo að þar standi einnig að ekki þurfi að nota heimildina ef ástæða þykir til.

Það eru til dæmi varðandi Afganistan, sem dæmi þá sendi Danska ríkið tvo afganska bræður aftur til Afganistan á þeim grundvelli að þeim væri þar óhætt. Síðast þegar fréttist af þeim var annar bróðurinn týndur (á tímabili held ég) og hinn hafði verið myrtur af talibönum eða öðrum hryðjuverkarmönnum. Hérna er frétt um það mál á Dönsku. Hérna er smá uppfærsla á þeirri frétt, báðar fréttinar eru á dönsku en mér er ekki kunnugt um það hvernig þetta mál fór á endanum.

Þetta er bara ein saga af mörgum. Enda er alveg ljóst að Afganistan er ekki öruggt land og mjög langt frá því að vera öruggt land. Nýjustu fréttir frá Afganistan sýna að öryggisástandið er mjög slæmt og fer líklega versnandi. Það er ekki þorandi fyrir Ísland eða nokkurt annað ríki að senda fólk aftur til Afganistan, það er einfaldlega ekkert öryggi þar og fólk er myrt þar í stórum stíl af öfgamönnum.