Lögreglan kom snemma í morgun

Í morgun þegar ég fór fram í morgunmat um klukkan 07:40 þá blöstu við mér tveir lögreglubílar á bílastæði heimavistarinnar. Ég er í skóla á Sauðarkróki og bý þessa dagana á heimavist FNV (útskýrir fáar bloggfærslur, enda er einstaklega slæmt internet samband á heimavistinni og herbergið mitt er internetlaust þessa dagana af einhverjum ástæðum og þjónustu aðilinn hérna er greinilega ekki að flýta sér að gera við þetta sambandsleysi). Fljótlega bættist einn lögreglubíll við, þannig að um tíma voru þrír lögreglubílar fyrir utan heimavistina.

Ólíkt því sem hefur komið fram í fréttum, þá var ekki leitað í öllum herbergjum á heimavistinni. Heldur var aðeins leitað í herbergjum ákveðinna aðila. Einnig sem það var leitað í herbergi aðila sem var búið að reka af heimavistinni vegna ýmissa brota á reglum skólans og annara vandamála í kringum viðkomandi.

Ég hef lítið frétt af þessari leit, fyrir utan það sem komið hefur fram í fjölmiðlum. Annars sást lögreglan aftur á heimavistinni í kringum klukkan 11:00, þá bara einn bíll. Ég hef ekki hugmynd hvað þeir voru að gera á heimavistinni á þeim tíma.

Tengist frétt: Fíkniefnaleit á Sauðárkróki