Fella ber 216 grein almennra hegningarlaga úr gildi án tafar

Í íslenskum hegningarlögum er lagagrein 216 sem hljómar svona.

216. gr. Kvenmaður, sem deyðir fóstur sitt, skal sæta … 1) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.
Hver, sem með samþykki móður deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón móður, skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis móður, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.

Fella ber þessa laga grein úr gildi án tafar (þó er hægt að halda eftir eða fella inn í aðrar lagagreinar síðustu málsgreinina er varðar ofbeldi gegn konum sem leiðir til fóstursmissis), þar sem hún gerir öfgafólki eins og Jóni Vali Jenssyni fært að réttlæta öfgafullan og kvenhatandi málflutning sinn með því að vísa í þessa þessa lagagrein, þetta hefur Jón Valur Jensson nú þegar gert eins og sjá má hérna (hann rekur þessi gervi-samtök til þess að boða öfgafulla útgáfu sína af kristinni trú). Sú afstaða sem kemur fram hjá Jóni Vali Jenssyni og þeim sem hann styðja og hans öfgafulla og heimskulega málflutning er ekkert annað en hrátt hatur á kvenfólki og alger vanþekking á hættum þungunar og hugsanlegra fylgikvilla. Á Írlandi hafa konur dáið vegna þess að þær fengu ekki viðeigandi heilbrigðisþjónustu vegna banns við fóstureyðingum, þar kemur til öfgafullt vald kristinnar kirkju í Evrópu sem ætti fyrir löng síðan vera búið að uppræta og banna með lögum. Enda hafa heimskuleg trúarbrögð ekkert í stjórnmál að gera og því að skilja þar á milli með eldi og brennistein.

Á Íslandi er því miður rekin stefna sem leyfir öfga-fólki að tjá sig á hatursfullan hátt án þess að þeim sé refsað. Það þarf að breytast og það hratt.

Grein uppfærð klukkan 15:11.
Grein uppfærð klukkan 15:33.