Hvalárvirkjun á Ströndum er merki um skammsýni og heimsku

Á Ströndum stendur til að reisa virkjun sem mundi valda óafturkræfu tjóni á óbyggðu landsvæði sem þar er. Það er til merkis um mikla heimsku að þrátt fyrir mikla andstöðu náttúruverndarsamtaka og síðan alvarlegar athugasemdir Skipulagsstofnunar þá á samt að reisa þessa virkjun. Það virðist sem að þetta fólk sem að þessu stendur hafi ekki fylgst með tækniþróun síðustu 30 ára nema að litlu leiti og standi núna í því að nota úreltar lausnir til þess að leysa rafmagnsvandræði á Ströndum.

Það er alveg hægt að bæta rafmagnið á Ströndum með öðrum leiðum heldur en að reisa skemmandi vatnsvirkjun sem sekkur landsvæði á kaf og veldur á því tjóni sem ekki er hægt að fá til baka. Árnesrheppur getur alveg eins reist vindmyllur til þess að framleiða rafmagn og einnig sett upp sólarsellur í sama tilgangi, sem mundu þá framleiða mest rafmagn yfir sumarið. Það eru margar lausnir til heldur en virkjun sem er orðin úreld af tækniframþróun síðustu 30 ára. Þessi hugsunarháttur er tákn um þá stöðnun sem er í gangi í Árneshreppi og þetta er einnig ástæðan fyrir því afhverju byggðin þarna mun fara í eyði. Jafnvel þó svo að þessi virkjun verði byggð þrátt fyrir augljóst og óafturkræft tjón sem af henni hlýst.

Frétt Rúv.

Boða bætta innviði með virkjun í Hvalá